Hljómfagur hvalreki 7. mars 2007 06:30 Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann hefur haldið reglulega tónleika hér á landi um áratugaskeið enda á Ísland sérstakan stað í hjarta hans og hann á hingað rætur að rekja. Á tónleikunum í kvöld leikur hann ásamt tengdadóttur sinni en þau héldu einnig tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kynnti hann fyrir sellóinu og ári síðar var hann farinn að koma fram á tónleikum. Sextán ára var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nemandi hins heimsfræga sellósnillings Gregors Píatígorskís. Erling hefur komið fram sem einleikari víða um heim og leikið með flestum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur hljóðritað yfir 50 hljómplötur og geisladiska. Hann hefur enn fremur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikar hefjast kl. 20.30. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann hefur haldið reglulega tónleika hér á landi um áratugaskeið enda á Ísland sérstakan stað í hjarta hans og hann á hingað rætur að rekja. Á tónleikunum í kvöld leikur hann ásamt tengdadóttur sinni en þau héldu einnig tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kynnti hann fyrir sellóinu og ári síðar var hann farinn að koma fram á tónleikum. Sextán ára var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nemandi hins heimsfræga sellósnillings Gregors Píatígorskís. Erling hefur komið fram sem einleikari víða um heim og leikið með flestum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur hljóðritað yfir 50 hljómplötur og geisladiska. Hann hefur enn fremur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikar hefjast kl. 20.30.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira