Tónlistargjörningur í fimmtugsafmælinu 25. janúar 2007 05:45 Árni Matthíasson er fimmtugur og hefur skrifað um tónlist fyrir Morgunblaðið í tuttugu ár. MYND/Anton Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikillar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og samstarfsmönnum upp á eyrnakonfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá," segir tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlaðborð á Nasa þann 30. janúar. Tilefnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan að hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morgunblaðið. Krummi syngur fyrir Árna Matt. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk-risaeðlurnar í Ham. „Þetta verður reyndar hálfgerður tónlistargjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt," útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þúsund greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolanna Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í miðborg Reykjavíkur. Mjög eftirminnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli," segir Árni. Þar að auki hefur tónlistargagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmtilegra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er einhver sérstök upplifun." Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikillar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og samstarfsmönnum upp á eyrnakonfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá," segir tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlaðborð á Nasa þann 30. janúar. Tilefnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan að hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morgunblaðið. Krummi syngur fyrir Árna Matt. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk-risaeðlurnar í Ham. „Þetta verður reyndar hálfgerður tónlistargjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt," útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þúsund greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolanna Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í miðborg Reykjavíkur. Mjög eftirminnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli," segir Árni. Þar að auki hefur tónlistargagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmtilegra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er einhver sérstök upplifun."
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira