Fjórir menn ákveða laun formanns KSÍ en aðeins sex vita upphæðina 11. janúar 2007 11:30 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og formannsefni KSÍ, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, eru valdamestu mennirnir í íslenska boltanum. fréttablaðið/e.ól Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn