Skilnaður Magna kemur aðdáendum í opna skjöldu 6. janúar 2007 00:01 Magni, Eyrún og Marínó á góðri stundu áður en söngvarinn hélt utan á vit frægðarinar. Aðdáendur Magna Ásgeirssonar geta vart á heilum sér tekið yfir að yfirlýsing frá honum birtist í DV í gær um sambandsslit Magna og unnustu hans, Eyrúnar Haraldsdóttur. Þegar hefur verið stofnaður spjallþráður á opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, og þar lýsa dyggir áhangendur yfir hryggð sinni vegna þróunar mála. „Ég er svo sorgmæddur yfir þeim fregnum sem ég sá í morgunþættinum Ísland í bítið en þar var greint frá því að Magni og Eyrún væru skilin að skiptum,“ skrifar notandi undir nafninu 1stplc á aðdáendasíðu Magna og undir það tekur annar notandi og segist líða eins og þetta hafi gerst í sinni eigin fjölskyldu en skrifar síðan afsökunarbeiðni til parsins. „Magni og Eyrún, mér líður illa yfir þessu vegna þess að á einn eða annan hátt finnst mér ég vera hluti af þessu álagi sem lagt hefur verið á samband ykkar,“ skrifar notandinn BS. Notendur eru sammála um að veita parinu tilfinningalegt svigrúm til að takast á við þessa erfiðu ákvörðun en yfirlýsing Magna og Eyrúnar á sér engin fordæmi á Íslandi en minnir um margt á það þegar forseti Íslands bað um tilfinninglegt svigrúm þegar hann var að slá sér upp með Dorrit. Fjölmargir hafa þó notfært sér spjallsvæðið og lýst yfir miklum stuðningi við bæði Magna og ekki síður Eyrúnu.Lára Ómarsdóttir fylgdist með parinu þegar það hittist aftur í úrslitaþætti Rock Star: Supernova.Magni sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hann fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova. Þar var honum tíðrætt um unnustu sína Eyrúnu og son sinn Marínó og þjóðin tók ástfóstri við þessa viðkunnanlegu fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las þetta,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór til Los Angeles og fylgdist með úrslitaþættinum í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova. „Þegar ég tók viðtal við þau inni á hótelherbergi bar brúðkaup þeirra á góma sem átti að vera í sumar en þar átti öllu að vera til tjaldað,“ bætir Lára við en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flestum ljóst sem fylgdust með lokaþættinum og samverustundum parsins í Englaborginni að útivera Magna og þátttaka hans í þættinum hafði sett sitt mark á sambandið. Rock Star Supernova Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Aðdáendur Magna Ásgeirssonar geta vart á heilum sér tekið yfir að yfirlýsing frá honum birtist í DV í gær um sambandsslit Magna og unnustu hans, Eyrúnar Haraldsdóttur. Þegar hefur verið stofnaður spjallþráður á opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, og þar lýsa dyggir áhangendur yfir hryggð sinni vegna þróunar mála. „Ég er svo sorgmæddur yfir þeim fregnum sem ég sá í morgunþættinum Ísland í bítið en þar var greint frá því að Magni og Eyrún væru skilin að skiptum,“ skrifar notandi undir nafninu 1stplc á aðdáendasíðu Magna og undir það tekur annar notandi og segist líða eins og þetta hafi gerst í sinni eigin fjölskyldu en skrifar síðan afsökunarbeiðni til parsins. „Magni og Eyrún, mér líður illa yfir þessu vegna þess að á einn eða annan hátt finnst mér ég vera hluti af þessu álagi sem lagt hefur verið á samband ykkar,“ skrifar notandinn BS. Notendur eru sammála um að veita parinu tilfinningalegt svigrúm til að takast á við þessa erfiðu ákvörðun en yfirlýsing Magna og Eyrúnar á sér engin fordæmi á Íslandi en minnir um margt á það þegar forseti Íslands bað um tilfinninglegt svigrúm þegar hann var að slá sér upp með Dorrit. Fjölmargir hafa þó notfært sér spjallsvæðið og lýst yfir miklum stuðningi við bæði Magna og ekki síður Eyrúnu.Lára Ómarsdóttir fylgdist með parinu þegar það hittist aftur í úrslitaþætti Rock Star: Supernova.Magni sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hann fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova. Þar var honum tíðrætt um unnustu sína Eyrúnu og son sinn Marínó og þjóðin tók ástfóstri við þessa viðkunnanlegu fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las þetta,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór til Los Angeles og fylgdist með úrslitaþættinum í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova. „Þegar ég tók viðtal við þau inni á hótelherbergi bar brúðkaup þeirra á góma sem átti að vera í sumar en þar átti öllu að vera til tjaldað,“ bætir Lára við en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flestum ljóst sem fylgdust með lokaþættinum og samverustundum parsins í Englaborginni að útivera Magna og þátttaka hans í þættinum hafði sett sitt mark á sambandið.
Rock Star Supernova Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira