Vandmál með Wii 2. janúar 2007 15:00 Nintendo wii reynist sumum eigendum dýrkeypt. Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg. Tölvan býður nefnilega upp á svo mikla hreyfingu að leikmenn lenda til dæmis ítrekað í því að missa fjarstýringuna sína beint í sjónvarpsskjáinn og þannig eyðileggja hann. Þeir sem lenda í Wii-slysi geta tilkynnt eigendum síðunnar það, sem bæta slysinu í teljarann sinn, sem heldur utan um slysin og hvers kyns þau eru. Til dæmis hafa 16 sjónvörp, 16 myndbandstæki, tvær fartölvur og tveir lampar eyðilagst hingað til. Svo hafa einnig orðið ögn alvarlegri slys, en um 13 manns og tvö gæludýr hafa fengið fjarstýringuna í höfuðið á sér með tilheyrandi meiðslum. Þeir sem hafa því tryggt sér eintak af Nintendo Wii hér á landi eru beðnir um að fara varlega og verða ekki of æstir í hita leiksins. Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið
Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg. Tölvan býður nefnilega upp á svo mikla hreyfingu að leikmenn lenda til dæmis ítrekað í því að missa fjarstýringuna sína beint í sjónvarpsskjáinn og þannig eyðileggja hann. Þeir sem lenda í Wii-slysi geta tilkynnt eigendum síðunnar það, sem bæta slysinu í teljarann sinn, sem heldur utan um slysin og hvers kyns þau eru. Til dæmis hafa 16 sjónvörp, 16 myndbandstæki, tvær fartölvur og tveir lampar eyðilagst hingað til. Svo hafa einnig orðið ögn alvarlegri slys, en um 13 manns og tvö gæludýr hafa fengið fjarstýringuna í höfuðið á sér með tilheyrandi meiðslum. Þeir sem hafa því tryggt sér eintak af Nintendo Wii hér á landi eru beðnir um að fara varlega og verða ekki of æstir í hita leiksins.
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið