Kona verður milljónamæringur á því að spila tölvuleik 28. nóvember 2006 19:25 Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum. Samkvæmt því á konan Second Life er sýndarheimur, eða tölvuleikur, þar sem fólk skapar sér sína eigin persónu og lifir í raun öðru lífi. Spilendur geta síðan keypt og selt hluti og Ailin Graef, konan sem um ræðir, fór að kaupa hús og landsvæði, gera þau upp og selja síðan öðrum notendum. Í dag rekur hún fyrirtæki í raunveruleikanum og er með tíu manns í vinnu við að gera upp sýndarveruleikafasteignir. Hún er ekki ein um að græða í raunveruleikanum á því sem hún gerir í sýndarveruleikanum en einn spilari þróaði tölvuleik í sýndarveruleiknum sem hann seldi síðar réttinn á til tölvuleikjarisanns Nintendo. Erlent Fréttir Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið
Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum. Samkvæmt því á konan Second Life er sýndarheimur, eða tölvuleikur, þar sem fólk skapar sér sína eigin persónu og lifir í raun öðru lífi. Spilendur geta síðan keypt og selt hluti og Ailin Graef, konan sem um ræðir, fór að kaupa hús og landsvæði, gera þau upp og selja síðan öðrum notendum. Í dag rekur hún fyrirtæki í raunveruleikanum og er með tíu manns í vinnu við að gera upp sýndarveruleikafasteignir. Hún er ekki ein um að græða í raunveruleikanum á því sem hún gerir í sýndarveruleikanum en einn spilari þróaði tölvuleik í sýndarveruleiknum sem hann seldi síðar réttinn á til tölvuleikjarisanns Nintendo.
Erlent Fréttir Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið