Múm hitar upp fyrir Sykurmolana 7. nóvember 2006 11:45 Múm hitar upp í Laugardalshöllinni fyrir Sykurmolana. Eins og landi og lýð ætti að vera ljóst munu Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember. Endurkoma Sykurmolanna og fyrstu tónleikar sveitarinnar í 14 ár hefur vakið verðskuldaða athygli innanlands sem utan. En það munu fleiri sveitir stíga á stokk á afmælistónleikunum í Höllinni. Smekkleysu er sönn ánægja að tilkynna að auk Sykurmolanna mun hljómsveitin múm koma fram á afmælistónleikum Sykurmolanna og Smekkleysu í Laugardalshöll þann 17. nóvember. Þetta verða fystu tónleika múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í desember í fyrra í Tapei höfuðborg Taiwan. Múm spiluðu sem plötusnúðar Summersonic Festival í Tókíó og Osaka í sumar og á Isle of Wight hátíðinni í Bretlandi núna í september, auk þess að snúa plötum á Sirkus á opnunarkvöldi Airwaves hátíðarinnar í október. Múm lék síðast á tónleikum hérlendis á Snæfellsnesi í ágúst 2005 og þar á undan í Bæjarbíó Hafnarfirði í ágúst 2004. Hér eru því á ferðinni góðar fréttir fyrir innlenda og erlenda tónlistaráhugamenn sem ætla sér að mæta á endurkomu Molanna. Ný múm plata er væntanleg og hafa liðsmenn sveitarinnar m.a. verið við upptökur á henni í Finnlandi. Segja þeir sem heyrt hafa að þar kenni við nýjan hljóm í ferli sveitarinnar, platan sé að mörgu leiti ólík fyrri verkum múm, rokkaðri og kraftmeiri. Hún er væntanleg í byrjun næsta árs. Strax í desember mun Fat Cat hins vegar gefa út upptökur úr þætti John Peel á BBC frá árinu 2002 undir nafninu múm Pell Session. FL Group er bakhjarl endurkomu Sykurmolanna og afmælistónleika sveiterinnar og Smekkleysu í Laugardalshöll. MIÐASALA Enn eru til miðar á afmælistónleika Sykurmolanna og Smekkleysu. Miðasala er í fullu gangi í verslunum Skífunnar Kringlunni og Smáralind, BT Akureyri, Selfossi og Egilstöðum og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 krónur, að viðbættu 350 kr miðagjaldi söluaðila. ATH Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár, nema í fylgd fullorðinna. Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Eins og landi og lýð ætti að vera ljóst munu Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember. Endurkoma Sykurmolanna og fyrstu tónleikar sveitarinnar í 14 ár hefur vakið verðskuldaða athygli innanlands sem utan. En það munu fleiri sveitir stíga á stokk á afmælistónleikunum í Höllinni. Smekkleysu er sönn ánægja að tilkynna að auk Sykurmolanna mun hljómsveitin múm koma fram á afmælistónleikum Sykurmolanna og Smekkleysu í Laugardalshöll þann 17. nóvember. Þetta verða fystu tónleika múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í desember í fyrra í Tapei höfuðborg Taiwan. Múm spiluðu sem plötusnúðar Summersonic Festival í Tókíó og Osaka í sumar og á Isle of Wight hátíðinni í Bretlandi núna í september, auk þess að snúa plötum á Sirkus á opnunarkvöldi Airwaves hátíðarinnar í október. Múm lék síðast á tónleikum hérlendis á Snæfellsnesi í ágúst 2005 og þar á undan í Bæjarbíó Hafnarfirði í ágúst 2004. Hér eru því á ferðinni góðar fréttir fyrir innlenda og erlenda tónlistaráhugamenn sem ætla sér að mæta á endurkomu Molanna. Ný múm plata er væntanleg og hafa liðsmenn sveitarinnar m.a. verið við upptökur á henni í Finnlandi. Segja þeir sem heyrt hafa að þar kenni við nýjan hljóm í ferli sveitarinnar, platan sé að mörgu leiti ólík fyrri verkum múm, rokkaðri og kraftmeiri. Hún er væntanleg í byrjun næsta árs. Strax í desember mun Fat Cat hins vegar gefa út upptökur úr þætti John Peel á BBC frá árinu 2002 undir nafninu múm Pell Session. FL Group er bakhjarl endurkomu Sykurmolanna og afmælistónleika sveiterinnar og Smekkleysu í Laugardalshöll. MIÐASALA Enn eru til miðar á afmælistónleika Sykurmolanna og Smekkleysu. Miðasala er í fullu gangi í verslunum Skífunnar Kringlunni og Smáralind, BT Akureyri, Selfossi og Egilstöðum og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 krónur, að viðbættu 350 kr miðagjaldi söluaðila. ATH Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár, nema í fylgd fullorðinna.
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira