Sálin og Gospelkór með stórtónleika 29. ágúst 2006 18:00 Sálaraðdáendur láta sig sjálfsagt ekki vanta á stórtónleika sveitarinnar í Laugardalshöllinni um miðjan næsta mánuð. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns blæs til stórtónleika í Laugardalshöllinni föstudaginn 15. september. Þar mun hin lífseiga poppsveit troða upp með fulltingi Gospelkórs Reykjavíkur, auk þess sem sveitinni verða til aðstoðar nokkrir aukahljóðfærarleikarar. Á efnisskránni verða valin lög úr söngvasafni Sálarinnar, en einnig verður frumflutt glænýtt efni úr smiðju Sálverja. Öll lögin verða útsett sérstaklega með hliðsjón af hinum rómaða kór, sem annálaður er fyrir innblástur og kraftmikla túlkun. Þetta verður sannarlega einstakt tækifæri fyrir hina fjölmörgu Sálaráhangendur, sem og unnendur gospel-skotinnar tónlistar, en eftir því sem næst verður komið, er þetta í fyrsta skipti sem íslensk poppsveit ruglar saman reytum við fullveðja gospelkór með þessum hætti. Segja má að tónleikarnir séu óbeint framhald af fyrri "hliðarskrefum" Sálarinnar, sem hefur á síðustu árum m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og sett upp frumsaminn söngleik. Höllin verður alsett sætum og miðamagn því nokkuð takmarkað. Miðasala hófst á föstudaginn og gengur vel, en aðeins nokkur hundruð sæti eru nú óseld. Höllinni verður eins og jafnan skipt niður í tvö svæði, eða verðbil, A-svæði (5.000 kr.) og B-svæði (4.000 kr.). Miðar eru seldir á stöðvum Esso á Ártúnshöfða og í Fossvogi, í Skífunni, BT og hjámiða.is. Þetta verður einstakur tónlistarviðburður sem unnendur íslenskrar popptónlistar skyldu ekki láta fram hjá sér fara. Engu verður til sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta og notast verður við fullkomnasta hljóð- og ljósabúnaði sem völ er á hérlendis. Þeir sem ekki eiga heimangengt þann 15. september geta huggað sig við það, að tónleikarnir verða hljóð- og myndritaðir, en stefnt er að útgáfu í nóvember. Lífið Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns blæs til stórtónleika í Laugardalshöllinni föstudaginn 15. september. Þar mun hin lífseiga poppsveit troða upp með fulltingi Gospelkórs Reykjavíkur, auk þess sem sveitinni verða til aðstoðar nokkrir aukahljóðfærarleikarar. Á efnisskránni verða valin lög úr söngvasafni Sálarinnar, en einnig verður frumflutt glænýtt efni úr smiðju Sálverja. Öll lögin verða útsett sérstaklega með hliðsjón af hinum rómaða kór, sem annálaður er fyrir innblástur og kraftmikla túlkun. Þetta verður sannarlega einstakt tækifæri fyrir hina fjölmörgu Sálaráhangendur, sem og unnendur gospel-skotinnar tónlistar, en eftir því sem næst verður komið, er þetta í fyrsta skipti sem íslensk poppsveit ruglar saman reytum við fullveðja gospelkór með þessum hætti. Segja má að tónleikarnir séu óbeint framhald af fyrri "hliðarskrefum" Sálarinnar, sem hefur á síðustu árum m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og sett upp frumsaminn söngleik. Höllin verður alsett sætum og miðamagn því nokkuð takmarkað. Miðasala hófst á föstudaginn og gengur vel, en aðeins nokkur hundruð sæti eru nú óseld. Höllinni verður eins og jafnan skipt niður í tvö svæði, eða verðbil, A-svæði (5.000 kr.) og B-svæði (4.000 kr.). Miðar eru seldir á stöðvum Esso á Ártúnshöfða og í Fossvogi, í Skífunni, BT og hjámiða.is. Þetta verður einstakur tónlistarviðburður sem unnendur íslenskrar popptónlistar skyldu ekki láta fram hjá sér fara. Engu verður til sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta og notast verður við fullkomnasta hljóð- og ljósabúnaði sem völ er á hérlendis. Þeir sem ekki eiga heimangengt þann 15. september geta huggað sig við það, að tónleikarnir verða hljóð- og myndritaðir, en stefnt er að útgáfu í nóvember.
Lífið Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira