Matt Dillon og Marisa Tomei væntanleg til landsins 21. ágúst 2006 12:45 Matt Dillon bætist í hóp fræga fólksins sem heimsækir Ísland. Leikarinn er væntanlegur í næstu viku til að vera við opnun Iceland film festival Stórstjörnurnar Matt Dillon og Marisa Tomei koma til Íslands í næstu viku í tilefni af opnun Iceland film festival þann 30. ágúst. Einnig er það staðfest að opnunarmynd hátíðarinnar er kvikmyndin Factotum eftir norska leikstjórann Bent Hamer, en þau Matt og Marisa leika aðalhlutverkin í þessar splunkunýju og stórgóðu mynd. Myndin er framleidd af JIM STARK sem á að baki meðal annars myndina Á köldum klaka (1995) eftir Friðrik Þór Friðriksson. Jim Stark og Bent Hamer munu einnig koma til landsins af þessu tilefni og mun þeir ásamt Matt Dillon og Marisa Tomei opna hátíðina formlega á miðvikudaginn í næstu viku með sérstakri viðhafnarfrumsýningu á Factotum. UM FACTOTUM Factotum er byggð á samnefndri bók hins einstaka og heimsþekkta rithöfundar Charles Bukowski. Sem fyrr er aðasöguhetjan Hank nokkur Chinaski, sem er "alter-ego" Bukowski enda byggja flestar sögurnar hans meira og minna á eigin ævi. Fjallar myndin um tilraunir hans til að lifa af hinum ýmsum skítastörfum svo lengi sem þau trufla ekki hans einu sönnu köllun; skriftir á sögum og ljóðum. Á sama tíma þarf hann að berjast við annars konar truflanir í formi kvenna, drykkju og veðmála. (Bukowski: http://www.imdb.com/name/nm0001977/) Myndin var frumsýnd í New York síðasta föstudag og fékk stórkostlegar viðtökur hjá gagnrýnendum. Scott Foundas hjá LA Weekly sagði m.a.: "Þetta er nístandi fyndið listaverk, þó um sé að ræða húmor manns sem drekkur til að bægja frá sér sársaukanum og geðveikinni sem fylgir því að vera edrú. Dillon sýnir stórleik og sýna besta frammistöðu síðan Drugstore Cowboy." Á næstu vikum verður myndin frumsýnd á fleirri borgum um öll Bandaríkin. (Factotum: http://www.imdb.com/title/tt0417658/) Matt Dillon þarf varla að kynna. Hann er að sönnu einn þekktasti, vinsælasti og virtasti leikari heims; hefur verið að síðan hann var unglingur og á að baki yfir 40 kvikmyndir. Meðal helstu mynda hans eru The Outsiders (1983), Rumble Fish (1983), Drugstore Cowboy (1989), To Die For (1995) og There's Something About Mary (1998). Fyrir síðustu mynd sína, CRASH (2004), hlaut hann tilnefningu til Óskarsverðlauna, en myndin vann þrjú Óskarsverðlaun í mars, þ.á.m. fyrir BESTU MYND ársins. Dillon er ekki síst þekktur fyrir gríðarlega mikinn fjölbreytileika, en hann á auðveldara en flestir leikarar með að hoppa á milli háalvarlegra dramamynda, hasar-og spennumynda og ruglgrímynda. Í Factotum nær hann að sameina margar af þessum hliðum sínum, því hún er hádramatísk en bráðfyndin í senn. (Matt Dillon: http://www.imdb.com/name/nm0000369/) MARISA TOMEI á ekki síður glæstan feril að baki. Hún hefur leikið í hátt í 50 myndum en gaman er frá því að segja að frumraun hennar var í The Falamingo Kid (1984) þar sem hún lék einmitt á móti Matt Dillon. Það var svo árið 1992 sem hún sló rækilega í gegn sem kjaftfor kærasta Joe Pesci í grínmyndinni My Cousin Vinny (1992), en fyrir það hlutverk hlaut hún Óskarsverðlaun og eru það ekki margir leikarar sem státað sig af því að hafa unnið óskar fyrir grínhlutverk. Síðan þá hefur leikið í frábærum myndum á borð við Chaplin (1992), The Paper (1994), Welcome To Sarajevo (1997) og Slums of Beverly Hills (1998). Nýverið leik hún á móti Mel Gibson í smellinum What Women Want (2000) og árið 2002 var hún aftur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í In The Bedroom (2001). BENT HAMER er rísandi stjarna i heimi kvikmyndana og kemur frá Noregi. Factotum er hans sjöunda mynd, en síðasta mynd hans, KITCHEN STORIES (2003) sló í gegn víða um heim. JIM STARK er einn fremsti framleiðandi óháðra mynda í heiminum í dag. Meðal helstu skjólstæðina hans eru Friðrik Þór Friðriksson, Alexandre Rockwell, Gregg Araki og meistari Jim Jarmusch, en þeir hafa gert fimm kvikmyndir saman. Stark er mikill Íslandsvinur, á hús hérlendis og eyðir allt að 6 mánuðum á hverji ári þar. Lífið Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Stórstjörnurnar Matt Dillon og Marisa Tomei koma til Íslands í næstu viku í tilefni af opnun Iceland film festival þann 30. ágúst. Einnig er það staðfest að opnunarmynd hátíðarinnar er kvikmyndin Factotum eftir norska leikstjórann Bent Hamer, en þau Matt og Marisa leika aðalhlutverkin í þessar splunkunýju og stórgóðu mynd. Myndin er framleidd af JIM STARK sem á að baki meðal annars myndina Á köldum klaka (1995) eftir Friðrik Þór Friðriksson. Jim Stark og Bent Hamer munu einnig koma til landsins af þessu tilefni og mun þeir ásamt Matt Dillon og Marisa Tomei opna hátíðina formlega á miðvikudaginn í næstu viku með sérstakri viðhafnarfrumsýningu á Factotum. UM FACTOTUM Factotum er byggð á samnefndri bók hins einstaka og heimsþekkta rithöfundar Charles Bukowski. Sem fyrr er aðasöguhetjan Hank nokkur Chinaski, sem er "alter-ego" Bukowski enda byggja flestar sögurnar hans meira og minna á eigin ævi. Fjallar myndin um tilraunir hans til að lifa af hinum ýmsum skítastörfum svo lengi sem þau trufla ekki hans einu sönnu köllun; skriftir á sögum og ljóðum. Á sama tíma þarf hann að berjast við annars konar truflanir í formi kvenna, drykkju og veðmála. (Bukowski: http://www.imdb.com/name/nm0001977/) Myndin var frumsýnd í New York síðasta föstudag og fékk stórkostlegar viðtökur hjá gagnrýnendum. Scott Foundas hjá LA Weekly sagði m.a.: "Þetta er nístandi fyndið listaverk, þó um sé að ræða húmor manns sem drekkur til að bægja frá sér sársaukanum og geðveikinni sem fylgir því að vera edrú. Dillon sýnir stórleik og sýna besta frammistöðu síðan Drugstore Cowboy." Á næstu vikum verður myndin frumsýnd á fleirri borgum um öll Bandaríkin. (Factotum: http://www.imdb.com/title/tt0417658/) Matt Dillon þarf varla að kynna. Hann er að sönnu einn þekktasti, vinsælasti og virtasti leikari heims; hefur verið að síðan hann var unglingur og á að baki yfir 40 kvikmyndir. Meðal helstu mynda hans eru The Outsiders (1983), Rumble Fish (1983), Drugstore Cowboy (1989), To Die For (1995) og There's Something About Mary (1998). Fyrir síðustu mynd sína, CRASH (2004), hlaut hann tilnefningu til Óskarsverðlauna, en myndin vann þrjú Óskarsverðlaun í mars, þ.á.m. fyrir BESTU MYND ársins. Dillon er ekki síst þekktur fyrir gríðarlega mikinn fjölbreytileika, en hann á auðveldara en flestir leikarar með að hoppa á milli háalvarlegra dramamynda, hasar-og spennumynda og ruglgrímynda. Í Factotum nær hann að sameina margar af þessum hliðum sínum, því hún er hádramatísk en bráðfyndin í senn. (Matt Dillon: http://www.imdb.com/name/nm0000369/) MARISA TOMEI á ekki síður glæstan feril að baki. Hún hefur leikið í hátt í 50 myndum en gaman er frá því að segja að frumraun hennar var í The Falamingo Kid (1984) þar sem hún lék einmitt á móti Matt Dillon. Það var svo árið 1992 sem hún sló rækilega í gegn sem kjaftfor kærasta Joe Pesci í grínmyndinni My Cousin Vinny (1992), en fyrir það hlutverk hlaut hún Óskarsverðlaun og eru það ekki margir leikarar sem státað sig af því að hafa unnið óskar fyrir grínhlutverk. Síðan þá hefur leikið í frábærum myndum á borð við Chaplin (1992), The Paper (1994), Welcome To Sarajevo (1997) og Slums of Beverly Hills (1998). Nýverið leik hún á móti Mel Gibson í smellinum What Women Want (2000) og árið 2002 var hún aftur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í In The Bedroom (2001). BENT HAMER er rísandi stjarna i heimi kvikmyndana og kemur frá Noregi. Factotum er hans sjöunda mynd, en síðasta mynd hans, KITCHEN STORIES (2003) sló í gegn víða um heim. JIM STARK er einn fremsti framleiðandi óháðra mynda í heiminum í dag. Meðal helstu skjólstæðina hans eru Friðrik Þór Friðriksson, Alexandre Rockwell, Gregg Araki og meistari Jim Jarmusch, en þeir hafa gert fimm kvikmyndir saman. Stark er mikill Íslandsvinur, á hús hérlendis og eyðir allt að 6 mánuðum á hverji ári þar.
Lífið Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira