Sögur af konum - Ein stjarna 28. desember 2006 12:30 Vandaður flutningur á slöku efni Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira