Bara tveir eftir í múm 12. nóvember 2006 06:00 Hljómsveitin múm hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar að undanförnu. Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes. Söngkonan Kristín Anna Valtýsdóttir hætti í múm fyrir um það bil ári og hefur dvalið mest í New York síðan þá. "Hana langaði að prófa nýja hluti og skoða heiminn," segir Gunnar, sem hefur einnig komið fram undir nafninu Illi Vill. Áður hafði tvíburasystir hennar Gyða hætt í sveitinni árið 2002. Múm hefur lokið við gerð nýrrar plötu sem var tekin upp í Finnlandi. Var Kristín ekki með á henni. Gunnar játar að erfitt hafi verið að missa hana úr sveitinni eftir mörg ár í framlínunni. "Það voru mikil viðbrigði en hlutirnir breytast og þróast. Hún var hætt áður en við gerðum þessa nýju plötu. Þetta var náttúrulegt ferli. Við vorum ekkert að láta einhvern herma eftir henni," segir hann. Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, söng töluvert á plötunni, auk þess sem þær Hildur Guðnadóttir og Ólöf Arnalds ásamt Eika koma við sögu. Finnskur trommari hefur spilað töluvert með múm að undanförnu og mun hann koma fram á tónleikunum í Höllinni. "Við erum rosaspenntir. Ég hlakka mikið til enda verður þetta í fyrsta skipti sem við spilum saman með nýtt "line-up"," segir Gunnar. Þetta verða fyrstu tónleikar múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í Tapei, höfuðborg Taívans, fyrir rúmu ári. Síðast spilaði sveitin hér á landi í ágúst í fyrra á Snæfellsnesi. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes. Söngkonan Kristín Anna Valtýsdóttir hætti í múm fyrir um það bil ári og hefur dvalið mest í New York síðan þá. "Hana langaði að prófa nýja hluti og skoða heiminn," segir Gunnar, sem hefur einnig komið fram undir nafninu Illi Vill. Áður hafði tvíburasystir hennar Gyða hætt í sveitinni árið 2002. Múm hefur lokið við gerð nýrrar plötu sem var tekin upp í Finnlandi. Var Kristín ekki með á henni. Gunnar játar að erfitt hafi verið að missa hana úr sveitinni eftir mörg ár í framlínunni. "Það voru mikil viðbrigði en hlutirnir breytast og þróast. Hún var hætt áður en við gerðum þessa nýju plötu. Þetta var náttúrulegt ferli. Við vorum ekkert að láta einhvern herma eftir henni," segir hann. Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, söng töluvert á plötunni, auk þess sem þær Hildur Guðnadóttir og Ólöf Arnalds ásamt Eika koma við sögu. Finnskur trommari hefur spilað töluvert með múm að undanförnu og mun hann koma fram á tónleikunum í Höllinni. "Við erum rosaspenntir. Ég hlakka mikið til enda verður þetta í fyrsta skipti sem við spilum saman með nýtt "line-up"," segir Gunnar. Þetta verða fyrstu tónleikar múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í Tapei, höfuðborg Taívans, fyrir rúmu ári. Síðast spilaði sveitin hér á landi í ágúst í fyrra á Snæfellsnesi.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira