Næsta Who-plata 2. nóvember 2006 12:45 Tveir rokkarar á sjötugsaldri Roger Daltrey og Pete Townshend. Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Á lífi eru þeir Pete Townshend og Roger Daltrey. Á disknum nýja eru níu lög, þar af tíu mínútna ópus sem kallast Wire and Glass. Bandarísku útgáfunni fylgir dvd-diskur með tónleikum þeirra frá liðnu sumri í Lyon, en hér á landi verður hann án þess viðauka. Bæði gagnrýnandi Washington Post og Boston Globe eru hrifnir af verkinu og segja þá félaga feti framar flestum jafnaldra hljómsveitum frá sjöunda áratugnum sem enn eru að eða í öndunarvélum. Telja þeir upp fjölda laga sem hafa í sér gamla neistann sem sé til vitnis um að þeir félagar séu enn í þróun og síður en svo staðnaðir. Gagnrýnandi Times er ekki hrifinn og gefur disknum fjórar stjörnur, segir frægan raddstyrk Daltreys ekki svip hjá sjón og verkið standi langt að baki þeirra bestu verkum fyrr á tíð. Who var ein af unglingahljómsveitunum sem fram komu á miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi og áttu þeir hvað mestum vinsældum að fagna er rokkóperan Tommy kom út en hún var síðar kvikmynduð. Þeir gáfu út fjölda lagasafna og telja margir verk þeirra frá 1971, Who"s Next, vera eina bestu rokkplötu allra tíma. Von mun á Endless Wire í allar betri hljómlötuverslanir í dag. Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Á lífi eru þeir Pete Townshend og Roger Daltrey. Á disknum nýja eru níu lög, þar af tíu mínútna ópus sem kallast Wire and Glass. Bandarísku útgáfunni fylgir dvd-diskur með tónleikum þeirra frá liðnu sumri í Lyon, en hér á landi verður hann án þess viðauka. Bæði gagnrýnandi Washington Post og Boston Globe eru hrifnir af verkinu og segja þá félaga feti framar flestum jafnaldra hljómsveitum frá sjöunda áratugnum sem enn eru að eða í öndunarvélum. Telja þeir upp fjölda laga sem hafa í sér gamla neistann sem sé til vitnis um að þeir félagar séu enn í þróun og síður en svo staðnaðir. Gagnrýnandi Times er ekki hrifinn og gefur disknum fjórar stjörnur, segir frægan raddstyrk Daltreys ekki svip hjá sjón og verkið standi langt að baki þeirra bestu verkum fyrr á tíð. Who var ein af unglingahljómsveitunum sem fram komu á miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi og áttu þeir hvað mestum vinsældum að fagna er rokkóperan Tommy kom út en hún var síðar kvikmynduð. Þeir gáfu út fjölda lagasafna og telja margir verk þeirra frá 1971, Who"s Next, vera eina bestu rokkplötu allra tíma. Von mun á Endless Wire í allar betri hljómlötuverslanir í dag.
Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira