Greitt undir fjölmiðlamógúl 13. september 2006 00:01 Rupert Murdoch. Fjölmiðlasamstæða fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdochs greiðir leigu fyrir íbúð hans í New York. Bandaríska fjölmiðlasamsteypan News Corporation, sem er í eigu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, er sögð greiða leigu fyrir íbúð hans í námunda við Central Park í New York í Bandaríkjunum. Murdoch, sem flutti í íbúðina í maí, er langt frá því að vera á flæðiskeri staddur. Fyrirtæki hans á meðal annars dagblöðin The Times og New York Post auk vefsvæðisins MySpace og Fox-fréttastöðvarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Fékk hann 25 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 1,8 milljarða íslenskra króna, í laun og aðrar greiðslur á síðasta ári. Breska dagblaðið Telegraph segir íbúðina ekki af verri endanum en um er að ræða þakhýsi í Trump-byggingunni við Park Avenue í New York og nemur leigan jafnvirði tæpra 3,6 milljóna íslenskra króna á mánuði. Murdoch seldi íbúð sína á Manhattan fyrr á árinu og mun vera að endurnýja aðra íbúð í New York sem hann keypti af Laurence Rockefeller, syni bandaríska auðkýfingsins John D. Rockefeller, fyrir tveimur árum fyrir jafnvirði tæpra 3,2 milljarða íslenskra króna. Dagblaðið hefur eftir talsmanni fyrirtækisins að það greiði leiguna einungis þar til endurbótum á hinni nýju íbúð Murdochs lýkur. Hafi fjölskylda hans þurft að flytja í hús þeirra í Los Angeles vegna þess og dvelji hann fjarri henni langdvöldum starfsins vegna. Viðskipti Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska fjölmiðlasamsteypan News Corporation, sem er í eigu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, er sögð greiða leigu fyrir íbúð hans í námunda við Central Park í New York í Bandaríkjunum. Murdoch, sem flutti í íbúðina í maí, er langt frá því að vera á flæðiskeri staddur. Fyrirtæki hans á meðal annars dagblöðin The Times og New York Post auk vefsvæðisins MySpace og Fox-fréttastöðvarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Fékk hann 25 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 1,8 milljarða íslenskra króna, í laun og aðrar greiðslur á síðasta ári. Breska dagblaðið Telegraph segir íbúðina ekki af verri endanum en um er að ræða þakhýsi í Trump-byggingunni við Park Avenue í New York og nemur leigan jafnvirði tæpra 3,6 milljóna íslenskra króna á mánuði. Murdoch seldi íbúð sína á Manhattan fyrr á árinu og mun vera að endurnýja aðra íbúð í New York sem hann keypti af Laurence Rockefeller, syni bandaríska auðkýfingsins John D. Rockefeller, fyrir tveimur árum fyrir jafnvirði tæpra 3,2 milljarða íslenskra króna. Dagblaðið hefur eftir talsmanni fyrirtækisins að það greiði leiguna einungis þar til endurbótum á hinni nýju íbúð Murdochs lýkur. Hafi fjölskylda hans þurft að flytja í hús þeirra í Los Angeles vegna þess og dvelji hann fjarri henni langdvöldum starfsins vegna.
Viðskipti Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira