Hollenskt rauðbeðusalat er magnað meðlæti 4. maí 2006 07:45 Hollenskar matarvenjur. Skarthönnuðuinn Rannveig bjó í Amsterdam í fimm ár og lærði þar ýmislegt um matarmenningu heimamanna. Þar borðaði hún m.a. strútskjöt en eitt strútsegg nægir í ommelettu fyrir 12 manns. Takið eftir myndinni á veggnum en hún er eftir Rannveigu. MYND/Vilhelm Matarvenjur Rannveigar Gissurardóttur skarthönnuðar eru nokkuð hollenskar sem skýrist af því að á námsárum bjó hún fimm ár í Amsterdam og saug þar í sig ýmsa visku heimamanna. Ég ætla að gefa lesendum uppskrift af hollensku rauðbeðusalati sem hentar afar vel með soðnum fisk og kartöflum og passar sérlega vel með silungi,segir Rannveig og bætir við að hún sé reyndar með æði fyrir fiski þessa dagana. Ég er eins og krakkarnir, fæ æði fyrir einhverju ákveðnu og vil þá ekkert annað. Fiskinn vill Rannveig hafa soðinn eða grillaðan og ekki kryddaðan með öðru en salti. Rannveig gefur einnig uppskrift af öðru salati sem passar ekki síður með fiski og er hún súrsæt. Eldamennska Rannveigar er annars frekar tilviljanakennd, hún notar sjaldan uppskriftir og eldar frekar af fingrum fram en uppáhaldshráefni hennar er hunang, geitaostur og kræklingur. Ég á alltaf íslenskt smjör, balsamik og ólívuolíu í skápunum enda eru þessi hlutir hvað mest ómissandi þegar eldamennska er annars vegar. Aðspurð af því hvað hana vanti helst í eldhúsið nefnir hún mandólín sem selt sé í Kokku. Ég á eitt sem er ekki nógu gott og mig langar í alvöru. Kannski bið ég bara um það í fertugsafmælisgjöf,segir Rannveig sem verður þó ekki fertug fyrr en eftir fjögur ár. Rauðbeðusalat (fyrir 2) 200-300 gr rauðbeður 1 rauðlaukur 3 msk fetaostur 1 msk rósapipar 1 msk balsamik 1 msk olívuolía Skerið rauðlaukinn og rauðbeðurnar niður og blandið öllu saman í krukku. Geymist inn í ísskáp. Hentar afar vel sem meðlæti með soðnum fisk og kartöflum. Súrsætt salat (fyrir 2) Saxaðar gulrætur og sellerí (jafnt af hvoru) Slatti af rúsínum 1 dl vatn 2 msk hunang 1 sítróna Leysið hunangið upp í heitu vatni, hakkið sítrónuna og blandið öllum hráefnunum út í vatnið og látið liggja í leginum í klst. áður en salatsins er neytt. Menning Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Matarvenjur Rannveigar Gissurardóttur skarthönnuðar eru nokkuð hollenskar sem skýrist af því að á námsárum bjó hún fimm ár í Amsterdam og saug þar í sig ýmsa visku heimamanna. Ég ætla að gefa lesendum uppskrift af hollensku rauðbeðusalati sem hentar afar vel með soðnum fisk og kartöflum og passar sérlega vel með silungi,segir Rannveig og bætir við að hún sé reyndar með æði fyrir fiski þessa dagana. Ég er eins og krakkarnir, fæ æði fyrir einhverju ákveðnu og vil þá ekkert annað. Fiskinn vill Rannveig hafa soðinn eða grillaðan og ekki kryddaðan með öðru en salti. Rannveig gefur einnig uppskrift af öðru salati sem passar ekki síður með fiski og er hún súrsæt. Eldamennska Rannveigar er annars frekar tilviljanakennd, hún notar sjaldan uppskriftir og eldar frekar af fingrum fram en uppáhaldshráefni hennar er hunang, geitaostur og kræklingur. Ég á alltaf íslenskt smjör, balsamik og ólívuolíu í skápunum enda eru þessi hlutir hvað mest ómissandi þegar eldamennska er annars vegar. Aðspurð af því hvað hana vanti helst í eldhúsið nefnir hún mandólín sem selt sé í Kokku. Ég á eitt sem er ekki nógu gott og mig langar í alvöru. Kannski bið ég bara um það í fertugsafmælisgjöf,segir Rannveig sem verður þó ekki fertug fyrr en eftir fjögur ár. Rauðbeðusalat (fyrir 2) 200-300 gr rauðbeður 1 rauðlaukur 3 msk fetaostur 1 msk rósapipar 1 msk balsamik 1 msk olívuolía Skerið rauðlaukinn og rauðbeðurnar niður og blandið öllu saman í krukku. Geymist inn í ísskáp. Hentar afar vel sem meðlæti með soðnum fisk og kartöflum. Súrsætt salat (fyrir 2) Saxaðar gulrætur og sellerí (jafnt af hvoru) Slatti af rúsínum 1 dl vatn 2 msk hunang 1 sítróna Leysið hunangið upp í heitu vatni, hakkið sítrónuna og blandið öllum hráefnunum út í vatnið og látið liggja í leginum í klst. áður en salatsins er neytt.
Menning Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira