Karlar og konur í kaupsýslunni 16. febrúar 2006 00:01 Það fór þá aldrei svo að konum í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands fjölgaði ekki. Fyrir tveimur árum birtist lítil samantekt í Fréttablaðinu á fjölda kvenna sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna fimmtán sem mynda hina svonefndu Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í ljós kom að þær voru þrjár. Karlarnir voru hins vegar 86. Nú, tveimur árum síðar, sitja konur í stjórnum fimm þessara fyrirtækja. Þar af er ein og sama konan í tveimur stjórnum. Karlar sitja í áttatíu stjórnarsætum. Þetta er aukning um 2,5 prósentustig og með sama áframhaldi verður hlutfall karla og kvenna í stjórnunum orðið jafnt eftir 35 ár. Þá verður árið 2041 runnið upp. Misjafnar ástæður liggja að baki vali einstakra stjórnarmanna en allir starfa þeir í krafti tiltekins eignarhluta í viðkomandi félagi. Og engum blöðum er um það að fletta að karlar eiga meiri peninga en konur. Það má glögglega sjá á kynjahlutföllunum í stjórnunum. Það er eðlilegt að eigendur stærstu hlutanna sitji í stjórnum fyrirtækjanna og hafi þannig bein áhrif á stefnu þeirra og störf. Það er líka eðlilegt - og reyndar samkvæmt leiðbeiningum Kauphallarinnar um stjórnarhætti fyrirtækja - að stjórnarmenn skuli vera þeim hæfileikum búnir að geta rækt skyldur sínar. Enn fremur teljast það góðir stjórnarhættir að að minnsta kosti tveir af fimm stjórnarmönnum séu óháðir stórum hluthöfum í félaginu. Erfitt er að átta sig á hvort sú sé raunin og reyndar má efast um það. Fljótt á litið virðast flestar stjórnirnar mannaðar karlmönnum (vitaskuld) sem tengjast helstu eigendum með einum eða öðrum hætti. En á því eru vissulega undantekningar. En í ljósi þess að það skuli teljast góðir stjórnarhættir að hafa stjórnarmenn um borð sem beinlínis eru valdir vegna þekkingar og kunnáttu sinnar er með ólíkindum að ekki skuli fleiri konur veljast til slíkra starfa. Eða ríkir enn efi í samfélaginu um hvort konum sé treystandi til að gegna ábyrgðarstörfum? Eða ríkir sá efi kannski aðeins meðal karlanna í kaupsýslunni? Reglulega er rætt um hlut kvenna í stjórnmálum og jafnan harmað að þær skuli ekki ná árangri til jafns við karla. Minna fer fyrir umræðum um hlut kvenna í viðskiptalífinu en málið er þó rætt við og við. Í haust var birt skýrsla nefndar sem starfaði á vegum viðskiptaráðherra og fjallaði um aukin tækifæri kvenna í stjórnum fyrirtækja. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur að leiðum til að fjölga konum í stjórnum. Meðal þeirra er að birta reglulega lista með upplýsingum um fjölda og hlutfall kvenna í stjórnum, að víkka leitarskilyrði og sjóndeilarhring við skipanir í stjórnir og að hvetja fyrirtæki til að setja konur á dagskrá. Besta leiðin - og um leið sú sjálfsagðasta - er hins vegar að líkindum sú að fá karlmenn í áhrifastöðum til að gera málið að sínu. Það er nefnilega þar sem rót ástandsins er. Karlarnir standa sig ekki. Aðalfundahrina ársins 2006 er hafin en það er á slíkum fundum sem stjórnarmenn fyrirtækja eru kosnir. Allir ríku karlarnir í samfélaginu ættu nú að sjá sóma sinn í að gera málið að sínu og fá hæfileikaríkar konur til liðs við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Það fór þá aldrei svo að konum í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands fjölgaði ekki. Fyrir tveimur árum birtist lítil samantekt í Fréttablaðinu á fjölda kvenna sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna fimmtán sem mynda hina svonefndu Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í ljós kom að þær voru þrjár. Karlarnir voru hins vegar 86. Nú, tveimur árum síðar, sitja konur í stjórnum fimm þessara fyrirtækja. Þar af er ein og sama konan í tveimur stjórnum. Karlar sitja í áttatíu stjórnarsætum. Þetta er aukning um 2,5 prósentustig og með sama áframhaldi verður hlutfall karla og kvenna í stjórnunum orðið jafnt eftir 35 ár. Þá verður árið 2041 runnið upp. Misjafnar ástæður liggja að baki vali einstakra stjórnarmanna en allir starfa þeir í krafti tiltekins eignarhluta í viðkomandi félagi. Og engum blöðum er um það að fletta að karlar eiga meiri peninga en konur. Það má glögglega sjá á kynjahlutföllunum í stjórnunum. Það er eðlilegt að eigendur stærstu hlutanna sitji í stjórnum fyrirtækjanna og hafi þannig bein áhrif á stefnu þeirra og störf. Það er líka eðlilegt - og reyndar samkvæmt leiðbeiningum Kauphallarinnar um stjórnarhætti fyrirtækja - að stjórnarmenn skuli vera þeim hæfileikum búnir að geta rækt skyldur sínar. Enn fremur teljast það góðir stjórnarhættir að að minnsta kosti tveir af fimm stjórnarmönnum séu óháðir stórum hluthöfum í félaginu. Erfitt er að átta sig á hvort sú sé raunin og reyndar má efast um það. Fljótt á litið virðast flestar stjórnirnar mannaðar karlmönnum (vitaskuld) sem tengjast helstu eigendum með einum eða öðrum hætti. En á því eru vissulega undantekningar. En í ljósi þess að það skuli teljast góðir stjórnarhættir að hafa stjórnarmenn um borð sem beinlínis eru valdir vegna þekkingar og kunnáttu sinnar er með ólíkindum að ekki skuli fleiri konur veljast til slíkra starfa. Eða ríkir enn efi í samfélaginu um hvort konum sé treystandi til að gegna ábyrgðarstörfum? Eða ríkir sá efi kannski aðeins meðal karlanna í kaupsýslunni? Reglulega er rætt um hlut kvenna í stjórnmálum og jafnan harmað að þær skuli ekki ná árangri til jafns við karla. Minna fer fyrir umræðum um hlut kvenna í viðskiptalífinu en málið er þó rætt við og við. Í haust var birt skýrsla nefndar sem starfaði á vegum viðskiptaráðherra og fjallaði um aukin tækifæri kvenna í stjórnum fyrirtækja. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur að leiðum til að fjölga konum í stjórnum. Meðal þeirra er að birta reglulega lista með upplýsingum um fjölda og hlutfall kvenna í stjórnum, að víkka leitarskilyrði og sjóndeilarhring við skipanir í stjórnir og að hvetja fyrirtæki til að setja konur á dagskrá. Besta leiðin - og um leið sú sjálfsagðasta - er hins vegar að líkindum sú að fá karlmenn í áhrifastöðum til að gera málið að sínu. Það er nefnilega þar sem rót ástandsins er. Karlarnir standa sig ekki. Aðalfundahrina ársins 2006 er hafin en það er á slíkum fundum sem stjórnarmenn fyrirtækja eru kosnir. Allir ríku karlarnir í samfélaginu ættu nú að sjá sóma sinn í að gera málið að sínu og fá hæfileikaríkar konur til liðs við sig.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun