Skortur hreinsunarstöðva skýringin 17. október 2005 23:43 Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk. Komið hafa fram tillögur að auka framleiðsluna um fimm hundruð þúsund föt á dag og einnig um að setja varabirgðir á markað til þess að ná verðinu niður. Olíumálaráðherrar ríkjanna segja hins vegar að þeim sé vandi á höndum því í raun sé enginn skortur á olíu. Það sem skorti sé olíuhreinsunarstöðvar. Tugum olíuhreinsunarstöðva var lokað á suðurströnd Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir og ljóst að margar þeirra hefja ekki vinnslu á næstunni. Olíumálaráðherrarnir spyrja því nokkuð eðlilega til hvers þeir eigi að vera að dæla upp meiri olíu, ef ekki er hægt að koma henni á markaðinn. Framleiðslan sé þegar meiri en nægileg til þess að mæta eftirspurn og varabirgðir séu nægar í flestum vestrænum ríkjum. Ráðherrarnir nefna sem dæmi að Bandaríkjastjórn hafi sett þrjátíu milljón tonn af hráolíu úr varabirgðum sínum á markað eftir Katrínu en ekki seldust nema ellefu milljón föt þar sem hreinsistöðvarnar gátu ekki tekið við meiru. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk. Komið hafa fram tillögur að auka framleiðsluna um fimm hundruð þúsund föt á dag og einnig um að setja varabirgðir á markað til þess að ná verðinu niður. Olíumálaráðherrar ríkjanna segja hins vegar að þeim sé vandi á höndum því í raun sé enginn skortur á olíu. Það sem skorti sé olíuhreinsunarstöðvar. Tugum olíuhreinsunarstöðva var lokað á suðurströnd Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir og ljóst að margar þeirra hefja ekki vinnslu á næstunni. Olíumálaráðherrarnir spyrja því nokkuð eðlilega til hvers þeir eigi að vera að dæla upp meiri olíu, ef ekki er hægt að koma henni á markaðinn. Framleiðslan sé þegar meiri en nægileg til þess að mæta eftirspurn og varabirgðir séu nægar í flestum vestrænum ríkjum. Ráðherrarnir nefna sem dæmi að Bandaríkjastjórn hafi sett þrjátíu milljón tonn af hráolíu úr varabirgðum sínum á markað eftir Katrínu en ekki seldust nema ellefu milljón föt þar sem hreinsistöðvarnar gátu ekki tekið við meiru.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira