Færeyskur banki 24. ágúst 2005 00:01 Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. Þar er núna einstakt tækifæri fyrir okkur sem vitum allt um hvað gerðist á Íslandi síðustu árina að fara í tímaferðalag. Færeyjar 2005 eru Ísland 1995 eða jafnvel enn fyrr. Ég veit að Færeyingarnir eru stressaðir yfir því að útlendingar komi og kaupi allt í Færeyjum þegar þeir byrja að einkavæða. Þess vegna er sennilega skynsamlegt að reyna að finna Færeying sem hefur náð árangri erlendis og getur komið til baka forframaður og auðugur. Nærtækast er náttúrlega að setja sig í samband við Jákúp í Rúmfatalagernum. Hann hefur ekki farið hátt, en er geysilega öflugur. Búinn að reka þessar verslanir með glæsibrag undanfarin ár og á eflaust seðlabúnt undir Rúmfatalagerskoddanum sínum. Ég sé alveg fyrir mér að við mætum í sameiginlegu eignarhaldsfélagi, sem gæti til dæmis heitið Dalíla, og kaupum eitt stykki banka í Færeyjum. Síðan gerum við bara eins og Bjöggarnir. Setjum smá stuð í atvinnulífið í Færeyjum og dobblum verðið á bankanum. Þetta hefur reynst vel hér á landi. Björgólfsfeðgar hafa gert það rosalega gott á þessu og um leið hafa margir aðrir grætt. Af því að mér er annt um að vera ósýnilegur myndi ég svo senda Jákúp í öll viðtölin og opinberar athafnir þegar bankinn styrkti menningarstarfsemi og þvíumlíkt í Færeyjum. Þegar bankinn er kominn í höfn, þá förum við að makka með Þorsteini Má um sjávarútveginn, hagræðum hressilega eða seljum pakkann einhverjum ástríðuútgerðarkallinum í Færeyjum með skuldsettum kaupum. Bankinn mun auðvitað græða á öllu saman og fara að huga að útrás. Svo myndum við kaupa það sem eftir verður í Danmörku eftir kaup Íslendinga þar í landi. Ég held ég selji Jákúpi hugmyndina með því að það verði ekkert tiltökumál að kaupa móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins, Jysk sengetøjslager, af Lars Larson, þegar maður á færeyskan banka. Spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. Þar er núna einstakt tækifæri fyrir okkur sem vitum allt um hvað gerðist á Íslandi síðustu árina að fara í tímaferðalag. Færeyjar 2005 eru Ísland 1995 eða jafnvel enn fyrr. Ég veit að Færeyingarnir eru stressaðir yfir því að útlendingar komi og kaupi allt í Færeyjum þegar þeir byrja að einkavæða. Þess vegna er sennilega skynsamlegt að reyna að finna Færeying sem hefur náð árangri erlendis og getur komið til baka forframaður og auðugur. Nærtækast er náttúrlega að setja sig í samband við Jákúp í Rúmfatalagernum. Hann hefur ekki farið hátt, en er geysilega öflugur. Búinn að reka þessar verslanir með glæsibrag undanfarin ár og á eflaust seðlabúnt undir Rúmfatalagerskoddanum sínum. Ég sé alveg fyrir mér að við mætum í sameiginlegu eignarhaldsfélagi, sem gæti til dæmis heitið Dalíla, og kaupum eitt stykki banka í Færeyjum. Síðan gerum við bara eins og Bjöggarnir. Setjum smá stuð í atvinnulífið í Færeyjum og dobblum verðið á bankanum. Þetta hefur reynst vel hér á landi. Björgólfsfeðgar hafa gert það rosalega gott á þessu og um leið hafa margir aðrir grætt. Af því að mér er annt um að vera ósýnilegur myndi ég svo senda Jákúp í öll viðtölin og opinberar athafnir þegar bankinn styrkti menningarstarfsemi og þvíumlíkt í Færeyjum. Þegar bankinn er kominn í höfn, þá förum við að makka með Þorsteini Má um sjávarútveginn, hagræðum hressilega eða seljum pakkann einhverjum ástríðuútgerðarkallinum í Færeyjum með skuldsettum kaupum. Bankinn mun auðvitað græða á öllu saman og fara að huga að útrás. Svo myndum við kaupa það sem eftir verður í Danmörku eftir kaup Íslendinga þar í landi. Ég held ég selji Jákúpi hugmyndina með því að það verði ekkert tiltökumál að kaupa móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins, Jysk sengetøjslager, af Lars Larson, þegar maður á færeyskan banka. Spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira