Stórstjörnur í Batman leiknum 7. júní 2005 00:01 Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment hafa tilkynnt að stórstjörnur myndarinnar Batman Begins muni taka þátt í gerð leiksins. Leikurinn mun innihalda raddir og andlit Christian Bale (Bruce Wayne/Batman), Michael Caine (Alfred Pennyworth), Liam Neeson (Henri Ducard), Katie Holmes (Rachel Dawes), Cillian Murphy (Dr. Jonathan Crane), Tom Wilkinson (Carmine Falcone) og Morgan Freeman (Lucius Fox), en öll munu þau leika þær persónur sem þau léku í myndinni sem er væntanleg 17.júní og er leikstýrt af Christopher Nolan. Leikurinn Batman Begins, sem kemur út daginn fyrir frumsýningu myndarinnar, setur leikmenn í hlutverk Batman þar sem hann þvælist um skuggahverfi Gotham borgar og nýtir sér óttann sem sitt aðalvopn. Leikurinn er byggður á kvikmynd Christopher Nolan, en í leiknum fá leikmenn að kynnast upphafi Batman persónunnar og þann tíma þegar hann lætur fyrst til sín taka í Gotham borg. Leikmenn munu spila bæði sem Bruce Wayne og sem hans annað sjálf, Batman. Elta þarf uppi glæpamenn með því að nota krafta og hugvit, en leikmenn fá fjölda græja til að berjast við illmennin. Þar fyrir utan þurfa leikmenn að sigrast á nokkrum þekktum óvinum Batman á borð við Scarecrow, Ra’s Al Ghul og Carmine Falcone. Í leiknum eru mögnuð bílaatriði þar sem leikmenn fá að aka um á hinum stórkostlega Batmobile, en bílaatriðin eru gerð með því að nota Need for Speed Underground 2 grafíkvélina. Batman Begins er gerður af EA og Eurocom, en leikurinn er væntanlegur 16.júní fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið
Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment hafa tilkynnt að stórstjörnur myndarinnar Batman Begins muni taka þátt í gerð leiksins. Leikurinn mun innihalda raddir og andlit Christian Bale (Bruce Wayne/Batman), Michael Caine (Alfred Pennyworth), Liam Neeson (Henri Ducard), Katie Holmes (Rachel Dawes), Cillian Murphy (Dr. Jonathan Crane), Tom Wilkinson (Carmine Falcone) og Morgan Freeman (Lucius Fox), en öll munu þau leika þær persónur sem þau léku í myndinni sem er væntanleg 17.júní og er leikstýrt af Christopher Nolan. Leikurinn Batman Begins, sem kemur út daginn fyrir frumsýningu myndarinnar, setur leikmenn í hlutverk Batman þar sem hann þvælist um skuggahverfi Gotham borgar og nýtir sér óttann sem sitt aðalvopn. Leikurinn er byggður á kvikmynd Christopher Nolan, en í leiknum fá leikmenn að kynnast upphafi Batman persónunnar og þann tíma þegar hann lætur fyrst til sín taka í Gotham borg. Leikmenn munu spila bæði sem Bruce Wayne og sem hans annað sjálf, Batman. Elta þarf uppi glæpamenn með því að nota krafta og hugvit, en leikmenn fá fjölda græja til að berjast við illmennin. Þar fyrir utan þurfa leikmenn að sigrast á nokkrum þekktum óvinum Batman á borð við Scarecrow, Ra’s Al Ghul og Carmine Falcone. Í leiknum eru mögnuð bílaatriði þar sem leikmenn fá að aka um á hinum stórkostlega Batmobile, en bílaatriðin eru gerð með því að nota Need for Speed Underground 2 grafíkvélina. Batman Begins er gerður af EA og Eurocom, en leikurinn er væntanlegur 16.júní fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið