Jean Paul Sartre í Silfrinu 7. maí 2005 00:01 Silfur Egils á morgun verður fjölbreytt að vanda. Meðal gesta eru Pétur Gunnarsson rithöfundur og Gérard Lemarquis háskólakennari sem munu ræða hinn áhrifamikla franska heimspeking Jean Paul Sartre. Það eru liðin hundrað ár frá fæðingu Sartres og í Frakklandi fer fram mikið endurmat á arfleifð hans. Meðal þess sem hefur verið spurt er hvort Sartre hafði alltaf rangt fyrir sér? Af öðrum efnum sem tekin verða fyrir í þættinum má nefna kosningar í Frakklandi um stjórnarskrá Evrópusambandsins, sölu Símans, fjölgun öryrkja, framsóknarvika Deiglunnar, hina nýju siðaskrá DV, Blaðið, formannskjörið í Samfylkingunni, samanburð á kosningakerfi í Bretlandi og á Íslandi og lok heimsstyrjaldarinnar síðari – einkum með tilliti til umræðu um glæpi Sovétstjórnarinnar. Meðal annarra gesta í þættinum verða Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Jón Einarsson lögmaður, Jónína Benediktsdóttir athafnakona, Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur, Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslyndra, Hrafn Jökulsson blaðamaður, Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra og Þórður Heiðar Þórarinsson deiglupenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Silfur Egils á morgun verður fjölbreytt að vanda. Meðal gesta eru Pétur Gunnarsson rithöfundur og Gérard Lemarquis háskólakennari sem munu ræða hinn áhrifamikla franska heimspeking Jean Paul Sartre. Það eru liðin hundrað ár frá fæðingu Sartres og í Frakklandi fer fram mikið endurmat á arfleifð hans. Meðal þess sem hefur verið spurt er hvort Sartre hafði alltaf rangt fyrir sér? Af öðrum efnum sem tekin verða fyrir í þættinum má nefna kosningar í Frakklandi um stjórnarskrá Evrópusambandsins, sölu Símans, fjölgun öryrkja, framsóknarvika Deiglunnar, hina nýju siðaskrá DV, Blaðið, formannskjörið í Samfylkingunni, samanburð á kosningakerfi í Bretlandi og á Íslandi og lok heimsstyrjaldarinnar síðari – einkum með tilliti til umræðu um glæpi Sovétstjórnarinnar. Meðal annarra gesta í þættinum verða Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Jón Einarsson lögmaður, Jónína Benediktsdóttir athafnakona, Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur, Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslyndra, Hrafn Jökulsson blaðamaður, Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra og Þórður Heiðar Þórarinsson deiglupenni.