Salatið bjargar mannorðinu 29. apríl 2005 00:01 Gunnar Hansson leikari streitist á móti þegar ruslfæðið togar í hann og hefur oftar en ekki sigur. Hann segist þó ekki elda nógu oft, en er stoltur af grjónagrautnum sínum. „Ég er mjög meðvitaður en ekki alveg nógu duglegur að borða hollt,“ segir Gunnar. „Ég er heldur ekki nógu duglegur að elda þó mér finnst það mjög gaman þegar ég byrja á annað borð. Ef ég hins vegar er illa svangur er fyrsta hugsunin ruslfæði og þá þarf ég að beita mig hörðu til að beina huganum á aðrar slóðir. Þetta er samt allt að koma og nú er ég mikið í Melabúðinni og kaupi grillaðan kjúkling.“ Þegar Gunnar er með börnin sín hjá sér eldar hann grjónagraut sem hann segir að sé alltaf sérlega vel heppnaður og mexíkóskar pönnukökur og kjúklingaréttir liggja líka ágætlega fyrir honum. „En það sem ég geri lang, langbest er að grilla svínarif,“ segir Gunnar. „Ég luma á trikki sem Gunnar Óli Kvaran vinur minn kenndi mér en það er algjört leyndarmál,“ segir hann og ljóstrar upp leyndarmálinu í um 100 þúsund eintökum. „Galdurinn er að sjóða rifin áður en þau eru grilluð. Maður lætur þau malla í um það bil klukkutíma í þremur fjórðu af vatni og einum fjórða af pilsner. Svo penslar maður rifin grimmt með grillsósunni meðan á steikingu stendur, en þau eru tilbúin þegar þau eru fallega stökk. Þá er sniðugt að pensla einu sinni enn og þá verða þau algjör snilld. Gunnar vinur minn býr að sjálfsögðu til sína eigin grillsósu en ég kaupi einhverja góða út í búð," segir Gunnar. „Svo ber ég fram með þessu hrísgrjón og salat, en það er bara til að bjarga mannorðinu, sjálfum finnst mér best að borða þetta eintómt.“ Nú er Gunnar á fullu í sýningum Borgarleikhússins á Terrorisma. „Þetta er gríðarlega gott stykki og mikill og svartur húmor. Áhorfendur vakna þó til nýrrar vitundar um terrorisma, sem á sér oft stað í nánasta umhverfi þess þó hann verði ekki fréttnæmur fyrr en á hæsta stigi.“ Matur Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Gunnar Hansson leikari streitist á móti þegar ruslfæðið togar í hann og hefur oftar en ekki sigur. Hann segist þó ekki elda nógu oft, en er stoltur af grjónagrautnum sínum. „Ég er mjög meðvitaður en ekki alveg nógu duglegur að borða hollt,“ segir Gunnar. „Ég er heldur ekki nógu duglegur að elda þó mér finnst það mjög gaman þegar ég byrja á annað borð. Ef ég hins vegar er illa svangur er fyrsta hugsunin ruslfæði og þá þarf ég að beita mig hörðu til að beina huganum á aðrar slóðir. Þetta er samt allt að koma og nú er ég mikið í Melabúðinni og kaupi grillaðan kjúkling.“ Þegar Gunnar er með börnin sín hjá sér eldar hann grjónagraut sem hann segir að sé alltaf sérlega vel heppnaður og mexíkóskar pönnukökur og kjúklingaréttir liggja líka ágætlega fyrir honum. „En það sem ég geri lang, langbest er að grilla svínarif,“ segir Gunnar. „Ég luma á trikki sem Gunnar Óli Kvaran vinur minn kenndi mér en það er algjört leyndarmál,“ segir hann og ljóstrar upp leyndarmálinu í um 100 þúsund eintökum. „Galdurinn er að sjóða rifin áður en þau eru grilluð. Maður lætur þau malla í um það bil klukkutíma í þremur fjórðu af vatni og einum fjórða af pilsner. Svo penslar maður rifin grimmt með grillsósunni meðan á steikingu stendur, en þau eru tilbúin þegar þau eru fallega stökk. Þá er sniðugt að pensla einu sinni enn og þá verða þau algjör snilld. Gunnar vinur minn býr að sjálfsögðu til sína eigin grillsósu en ég kaupi einhverja góða út í búð," segir Gunnar. „Svo ber ég fram með þessu hrísgrjón og salat, en það er bara til að bjarga mannorðinu, sjálfum finnst mér best að borða þetta eintómt.“ Nú er Gunnar á fullu í sýningum Borgarleikhússins á Terrorisma. „Þetta er gríðarlega gott stykki og mikill og svartur húmor. Áhorfendur vakna þó til nýrrar vitundar um terrorisma, sem á sér oft stað í nánasta umhverfi þess þó hann verði ekki fréttnæmur fyrr en á hæsta stigi.“
Matur Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira