Flestir brúa bilið með bílaláni 15. apríl 2005 00:01 "Mjög mikil aukning hefur verið í bílalánum, rekstraleigu og einkaleigu á síðstu árum," segir Björgvin Harðarson, eigandi og sölumaður hjá Bílasölu Íslands. Hann segir lánakjör á bílum í dag hafa breyst mikið, hægt sé orðið að fá 100% lán á eldri bílum og margir farnir að nýta sér það. "Ég tel það góða þróun því fólk er farið að horfa frekar á bíla á því verði sem það ræður við í stað þess að íþyngja sér með greiðslubyrði af nýjum bíl," segir Björgvin. Hann segir að flestir bílar í dag séu keyptir á bílalánum en bílar í ódýrasta verðflokknum á bilinu 100 til 300 þúsund séu alltaf staðgreiddir og það sé fín sala í þeim auk þess fólk sem er 40 ára og eldra borgi bílana án þess að taka lán. "Viss hluti fólks vill aka um á nýjum bíl og skiptir reglulega með því að setja eldri bílinn upp í og greiða mismuninn," segir Björgvin. "Margir sem kaupa bílana á lánum eru fyrst og fremst að horfa í upphæð mánaðarlegra afborgana og kaupa því jafnvel dýrari bíl og nýlegan svo hægt sé að fá lengra lán," segir Björgvin, en eftir því sem bílarnir eru eldri er lánað út á þá í styttri tíma. Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri hjá B&L, tekur að nokkru leyti undir orð Björgvins. "Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru hlutföllin þannig að helmingur þeirra sem keyptu bíla hjá okkur staðgreiddi þá eða greiddi með hefðbundnum bankalánum," segir Helga Guðrún. Hún segir fátítt að bíll sé staðgreiddur en eins sé það fátítt að bíll sé tekinn á 100% láni. "Langflestir kaupa bílana sína með því að setja þann eldri upp í, borga hluta og taka afganginn á hefðbundu bílaláni," segir Helga Guðrún. Hún segir að helst sé aukningin í bílasamningum, sem er nýjung á markaðinum. Með slíkum samningi er hægt að taka lán sem nemur 80% af verði bílsins án þinglýsingarkostnaðar en lánveitandi er skráður eigandi bifreiðarinnar þangað til lánið er uppgreitt. "Ástæðan fyrir vinsældum bílasamninganna er líklega sú að þeir þykja hagstæðir, hægt er að áframselja bílinn með bílasamninginn áhvílandi og fólk getur stýrt mánaðarlegu greiðslunni nokkuð með innborgunarhlutfalli," segir Helga Guðrún Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Mjög mikil aukning hefur verið í bílalánum, rekstraleigu og einkaleigu á síðstu árum," segir Björgvin Harðarson, eigandi og sölumaður hjá Bílasölu Íslands. Hann segir lánakjör á bílum í dag hafa breyst mikið, hægt sé orðið að fá 100% lán á eldri bílum og margir farnir að nýta sér það. "Ég tel það góða þróun því fólk er farið að horfa frekar á bíla á því verði sem það ræður við í stað þess að íþyngja sér með greiðslubyrði af nýjum bíl," segir Björgvin. Hann segir að flestir bílar í dag séu keyptir á bílalánum en bílar í ódýrasta verðflokknum á bilinu 100 til 300 þúsund séu alltaf staðgreiddir og það sé fín sala í þeim auk þess fólk sem er 40 ára og eldra borgi bílana án þess að taka lán. "Viss hluti fólks vill aka um á nýjum bíl og skiptir reglulega með því að setja eldri bílinn upp í og greiða mismuninn," segir Björgvin. "Margir sem kaupa bílana á lánum eru fyrst og fremst að horfa í upphæð mánaðarlegra afborgana og kaupa því jafnvel dýrari bíl og nýlegan svo hægt sé að fá lengra lán," segir Björgvin, en eftir því sem bílarnir eru eldri er lánað út á þá í styttri tíma. Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri hjá B&L, tekur að nokkru leyti undir orð Björgvins. "Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru hlutföllin þannig að helmingur þeirra sem keyptu bíla hjá okkur staðgreiddi þá eða greiddi með hefðbundnum bankalánum," segir Helga Guðrún. Hún segir fátítt að bíll sé staðgreiddur en eins sé það fátítt að bíll sé tekinn á 100% láni. "Langflestir kaupa bílana sína með því að setja þann eldri upp í, borga hluta og taka afganginn á hefðbundu bílaláni," segir Helga Guðrún. Hún segir að helst sé aukningin í bílasamningum, sem er nýjung á markaðinum. Með slíkum samningi er hægt að taka lán sem nemur 80% af verði bílsins án þinglýsingarkostnaðar en lánveitandi er skráður eigandi bifreiðarinnar þangað til lánið er uppgreitt. "Ástæðan fyrir vinsældum bílasamninganna er líklega sú að þeir þykja hagstæðir, hægt er að áframselja bílinn með bílasamninginn áhvílandi og fólk getur stýrt mánaðarlegu greiðslunni nokkuð með innborgunarhlutfalli," segir Helga Guðrún
Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira