Heillaður af hestöflunum 15. apríl 2005 00:01 "Ég féll fyrir kraftinum og útlitinu," segir Heiðar, sem er óforbetranlegur bílaáhugamaður og ver öllum sínum frítíma í bílinn sinn og fjórhjólið, sem líka er óhemjukraftmikið, það öflugasta sem hægt er að fá. Heiðar er búinn að eiga Pontiac-inn í eitt og hálft ár og hefur á þeim tíma kostað heilmiklu í hann, bæði í vinnu og peningum. "Ég keypti hann bilaðan fyrir 900 þúsund og er búinn að eyða í hann mörg hundruð þúsundum í viðbót. Þetta er algjör della hjá mér, ég er alltaf að breyta honum og laga eitthvað, núna síðast keypti ég nýja skiptingu." Heiðar nýtur aðstoðar pabba síns og nágranna við viðgerðirnar, en þeir eru báðir bíladellukarlar eins og hann. "Ég fékk æfingaakstur með pabba daginn sem ég varð 16 ára, það var ekkert hægt að bíða með það," segir Heiðar hlæjandi. Hann segist vekja óskipta athygli hvar sem hann fer og fólk kemur gjarnan og vill ræða við hann um bílinn. "Ég er reyndar að spá í að selja hann og fá mér kraftmikinn og breyttan jeppa og fara að stunda fjallaferðir. Svo er ég auðvitað alltaf í crossinu og á hjól af öflugustu gerð, svona eins og í bíómyndinni Cradle 2 the Grave, þú veist... Blaðamaður verður tómur í framan og verður að viðurkenna að titillinn hringi engum bjöllum, en Heiðar segir að sams konar hjól hafi verið notað í myndinni. "Ég stefni líka að því að kaupa nýtt hjól, ég er nú þegar búin að eiga þrjú mótorhjól og eitt fjórhjól og er hvergi hættur, enda er þetta svo æðislegt sport og allir vinir mínir hér í Grafarvoginum á kafi í þessu." Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég féll fyrir kraftinum og útlitinu," segir Heiðar, sem er óforbetranlegur bílaáhugamaður og ver öllum sínum frítíma í bílinn sinn og fjórhjólið, sem líka er óhemjukraftmikið, það öflugasta sem hægt er að fá. Heiðar er búinn að eiga Pontiac-inn í eitt og hálft ár og hefur á þeim tíma kostað heilmiklu í hann, bæði í vinnu og peningum. "Ég keypti hann bilaðan fyrir 900 þúsund og er búinn að eyða í hann mörg hundruð þúsundum í viðbót. Þetta er algjör della hjá mér, ég er alltaf að breyta honum og laga eitthvað, núna síðast keypti ég nýja skiptingu." Heiðar nýtur aðstoðar pabba síns og nágranna við viðgerðirnar, en þeir eru báðir bíladellukarlar eins og hann. "Ég fékk æfingaakstur með pabba daginn sem ég varð 16 ára, það var ekkert hægt að bíða með það," segir Heiðar hlæjandi. Hann segist vekja óskipta athygli hvar sem hann fer og fólk kemur gjarnan og vill ræða við hann um bílinn. "Ég er reyndar að spá í að selja hann og fá mér kraftmikinn og breyttan jeppa og fara að stunda fjallaferðir. Svo er ég auðvitað alltaf í crossinu og á hjól af öflugustu gerð, svona eins og í bíómyndinni Cradle 2 the Grave, þú veist... Blaðamaður verður tómur í framan og verður að viðurkenna að titillinn hringi engum bjöllum, en Heiðar segir að sams konar hjól hafi verið notað í myndinni. "Ég stefni líka að því að kaupa nýtt hjól, ég er nú þegar búin að eiga þrjú mótorhjól og eitt fjórhjól og er hvergi hættur, enda er þetta svo æðislegt sport og allir vinir mínir hér í Grafarvoginum á kafi í þessu."
Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira