Ör--"þrifa"--ráð 23. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana! Hús og heimili Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana!
Hús og heimili Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira