Stólræður undir stýri 18. mars 2005 00:01 Pétur lumar þó á æðislegum bíl sem hann notar þegar illa viðrar til hjólreiða. "Þetta er hreint frábær Bens sem ég eignaðist eiginlega fyrir tilviljun. Ég ætlaði aldrei að aka um á eðalvagni af tegund sem margir líta á sem stöðutákn, síður en svo. Málið var bara að ég sat upp með gamlan "Hundaæði Hreim", eða Hyundai Accent, sem hafði lenti í tjóni. Þegar ég vildi selja fékkst ekki nokkur kaupandi að tíkinni fyrr en eigandi Bensins var tilbúinn að taka hann upp í. Það var tilboð sem ég gat ekki hafnað." Bílnúmerið á Bensinum er ÓHÁÐUR, en Pétur segist löngu kominn á þann aldur að geta ekki munað bókstafi og númer. "Þetta gerir það að verkum að ég þekki alltaf bílinn ef ég týni honum. Ég er ofboðslega ánægður með þennan bíl, hann tryllir með mig milli staða og eyðir ekki nema um það bil níu á hundraði ef maður heldur sig á löglegum hraða." Sem presturinn væntanlega gerir? "Ég upplýsi það hér með að ég hef verið tekinn fyrir of hraðan akstur. Ég gerði að sjálfsögðu iðrun og yfirbót og skammast mín voðalega, en ég er alltaf að reyna að vera skárri í dag en í gær." Pétur er ekki mikill bíladellukarl, fékk útrás fyrir það á traktorum í sveitinni í gamla daga. "Ég lít einfaldlega á bílinn sem samgöngutæki, og svo er reyndar fínt að semja stólræðurnar undir stýri á svona fínum bíl." Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Pétur lumar þó á æðislegum bíl sem hann notar þegar illa viðrar til hjólreiða. "Þetta er hreint frábær Bens sem ég eignaðist eiginlega fyrir tilviljun. Ég ætlaði aldrei að aka um á eðalvagni af tegund sem margir líta á sem stöðutákn, síður en svo. Málið var bara að ég sat upp með gamlan "Hundaæði Hreim", eða Hyundai Accent, sem hafði lenti í tjóni. Þegar ég vildi selja fékkst ekki nokkur kaupandi að tíkinni fyrr en eigandi Bensins var tilbúinn að taka hann upp í. Það var tilboð sem ég gat ekki hafnað." Bílnúmerið á Bensinum er ÓHÁÐUR, en Pétur segist löngu kominn á þann aldur að geta ekki munað bókstafi og númer. "Þetta gerir það að verkum að ég þekki alltaf bílinn ef ég týni honum. Ég er ofboðslega ánægður með þennan bíl, hann tryllir með mig milli staða og eyðir ekki nema um það bil níu á hundraði ef maður heldur sig á löglegum hraða." Sem presturinn væntanlega gerir? "Ég upplýsi það hér með að ég hef verið tekinn fyrir of hraðan akstur. Ég gerði að sjálfsögðu iðrun og yfirbót og skammast mín voðalega, en ég er alltaf að reyna að vera skárri í dag en í gær." Pétur er ekki mikill bíladellukarl, fékk útrás fyrir það á traktorum í sveitinni í gamla daga. "Ég lít einfaldlega á bílinn sem samgöngutæki, og svo er reyndar fínt að semja stólræðurnar undir stýri á svona fínum bíl."
Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira