Fræ í mold í þessum mánuði 6. mars 2005 00:01 Þrátt fyrir að enn sé stutt liðið á mars er margt sem nú þegar minnir á vor. Fræ af öllum tegundum standa nú frammi í verslunum, en þetta er einmitt tíminn til að sá fræjum í mold og búa undir sumarið. "Úrvalið er gríðarlegt," segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður hjá Garðheimum. Hún segir að einstaka tegundum sé nóg að planta í apríl, en flest fræ þurfi að komast í mold í mars. "Til að árangurinn verði sem bestur þarf að vanda sig við sáninguna og hlúa vel að plöntunum. Mikilvægt er að nota sáðmold því margar plöntur þola ekki sterka mold. Smáu fræin eru látin liggja ofan á moldinni og plast breitt yfir. Þetta getur fólk gert inni hjá sér og látið kassa og potta standa í gluggum. Það verður þó að passa að ofnar séu ekki heitir undir fræjunum svo þau þorni ekki. Fræin verða að vera í birtu, því hiti og myrkur gera það að verkum að upp koma spírur sem ekkert verður úr." Guðbjörg bendir líka á að fræ sé ekki endilega það sama og fræ. "Það er hægt að kaupa sams konar fræ á ólíku verði, ódýru fræin geta kostað um þa bil 115 krónur meðan dýrari fræin fara upp í 600 krónur. Það borgar sig þó oft að kaupa dýrari fræin og mörg fræ eru gæðastimpluð, en þar er merkingin F1 best." Þegar sáningu sumarblómanna er lokið er passlegt að huga að matjurtafræjunum, en þau er best a setja niður í kringum 20. apríl. "Það borgar sig svo ekki að fara með plönturnar út í beð fyrr en í júní þegar ekki er lengur hætta á næturfrosti. En aðalatriðið er auðvitað að hlúa vel að að plöntunum á öllu ferlinu, þá uppsker maður ríkulega," segir Guðbjörg. Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Þrátt fyrir að enn sé stutt liðið á mars er margt sem nú þegar minnir á vor. Fræ af öllum tegundum standa nú frammi í verslunum, en þetta er einmitt tíminn til að sá fræjum í mold og búa undir sumarið. "Úrvalið er gríðarlegt," segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður hjá Garðheimum. Hún segir að einstaka tegundum sé nóg að planta í apríl, en flest fræ þurfi að komast í mold í mars. "Til að árangurinn verði sem bestur þarf að vanda sig við sáninguna og hlúa vel að plöntunum. Mikilvægt er að nota sáðmold því margar plöntur þola ekki sterka mold. Smáu fræin eru látin liggja ofan á moldinni og plast breitt yfir. Þetta getur fólk gert inni hjá sér og látið kassa og potta standa í gluggum. Það verður þó að passa að ofnar séu ekki heitir undir fræjunum svo þau þorni ekki. Fræin verða að vera í birtu, því hiti og myrkur gera það að verkum að upp koma spírur sem ekkert verður úr." Guðbjörg bendir líka á að fræ sé ekki endilega það sama og fræ. "Það er hægt að kaupa sams konar fræ á ólíku verði, ódýru fræin geta kostað um þa bil 115 krónur meðan dýrari fræin fara upp í 600 krónur. Það borgar sig þó oft að kaupa dýrari fræin og mörg fræ eru gæðastimpluð, en þar er merkingin F1 best." Þegar sáningu sumarblómanna er lokið er passlegt að huga að matjurtafræjunum, en þau er best a setja niður í kringum 20. apríl. "Það borgar sig svo ekki að fara með plönturnar út í beð fyrr en í júní þegar ekki er lengur hætta á næturfrosti. En aðalatriðið er auðvitað að hlúa vel að að plöntunum á öllu ferlinu, þá uppsker maður ríkulega," segir Guðbjörg.
Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira