Hreinar rúður spegla ljósadýrðina 25. nóvember 2004 00:01 Aðventan gengur í garð um helgina með öllu sem henni fylgir. Flestir byrja þá að skreyta híbýlin fyrir jólin, taka að minnsta kosti upp aðventuskreytingarnar, þar á meðal ljósin sem sett eru út í gluggakistuna og nokkrar seríur fylgja gjarnan með. En til að bjarmi ljósanna njóti sín þurfa rúðurnar að vera lausar við seltu og sót og því er það góður siður að byrja á því að þvo gluggana, bæði að utan og innan. Margs konar hreinsiefni á rúður eru til í verslunum og einnig örtrefjaklútar sem gagnast vel innanhúss og er svo fleygt í þvottavél eftir notkun. Volgt vatn, uppþvottalög og hreina tusku er líka sígilt að nota við slík þrif. Að utanverðu má mæla með kústum úr svínshárum til að bera sápuvatnið á glerið. En líka má nota góðan hreingerningarklút, eða jafnvel gamalt handklæði, og hengja á skúringaskrúbbinn. Rúðuskafa er svo ómissandi til að hreinsa burt vatn og sápu og með því öll óhreinindin. Þegar búið er að þvo rúðurnar er gott að bera léttbón á þær. Það heldur þeim hreinum mun lengur og ætti fólk sem býr við sjávarsíðuna ekki síst að huga að því, þar sem seltan er versti óvinur glugganna. Einnig er hægt að nota Rain-x sem mikið er notað á bílrúður og jafnvel gleraugu. Það efni er töluvert dýrara en bón. Vissulega getur verið erfitt að komast að gluggum að utanverðu ef þeir eru hátt uppi og má þá benda á að mörg fyrirtæki bjóða upp á gluggaþvott, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Aðventan gengur í garð um helgina með öllu sem henni fylgir. Flestir byrja þá að skreyta híbýlin fyrir jólin, taka að minnsta kosti upp aðventuskreytingarnar, þar á meðal ljósin sem sett eru út í gluggakistuna og nokkrar seríur fylgja gjarnan með. En til að bjarmi ljósanna njóti sín þurfa rúðurnar að vera lausar við seltu og sót og því er það góður siður að byrja á því að þvo gluggana, bæði að utan og innan. Margs konar hreinsiefni á rúður eru til í verslunum og einnig örtrefjaklútar sem gagnast vel innanhúss og er svo fleygt í þvottavél eftir notkun. Volgt vatn, uppþvottalög og hreina tusku er líka sígilt að nota við slík þrif. Að utanverðu má mæla með kústum úr svínshárum til að bera sápuvatnið á glerið. En líka má nota góðan hreingerningarklút, eða jafnvel gamalt handklæði, og hengja á skúringaskrúbbinn. Rúðuskafa er svo ómissandi til að hreinsa burt vatn og sápu og með því öll óhreinindin. Þegar búið er að þvo rúðurnar er gott að bera léttbón á þær. Það heldur þeim hreinum mun lengur og ætti fólk sem býr við sjávarsíðuna ekki síst að huga að því, þar sem seltan er versti óvinur glugganna. Einnig er hægt að nota Rain-x sem mikið er notað á bílrúður og jafnvel gleraugu. Það efni er töluvert dýrara en bón. Vissulega getur verið erfitt að komast að gluggum að utanverðu ef þeir eru hátt uppi og má þá benda á að mörg fyrirtæki bjóða upp á gluggaþvott, bæði fyrir heimili og fyrirtæki.
Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira