Ítölsk jólakaka 13. október 2005 15:02 Kakan er þétt og algert sælgæti fyrir þá sem kunna að meta hnetur á annað borð. Panforte di Siena Ítölsk jólakaka frá Siena Aðferð: 200 g möndlur (hýðislausar) - gróft saxaðar 100 g macademiahnetur - gróft saxaðar 100 g valhnetur - gróft saxaðar 100 g pecanhnetur - gróft saxaðar 300 g sykraður appelsínu- og sítrónubörkur 50 g þurrkaðar gráfíkjur 200 g sykur 100 g hunang (t.d. Acacia) 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. koríander 1/2 tsk. múskat 1/2 tsk. engifer 2 msk. hveiti Flórsykur Ofninn er hitaður í 160 °C. Hnetur, möndlur og gráfíkjur eru saxaðar gróft. Allt sett í skál ásamt appelsínu- og sítrónuberki, kryddi og hveiti og blandað saman. Sykur og hunang er brætt saman í vatnsbaði á meðalhita og hrært í allan tímann meðan sykurinn bráðnar. Sykur- og hunangsblöndunni er hellt varlega út í hnetu- og ávaxtablönduna. Þessu öllu blandað vel saman. Form (um 25 cm. í þvermál) smurt vel eða settur bökunarpappír. Blöndunni er þjappað vel í formið. Deigið virðist vera óþétt og hrönglað en það á eftir að þéttast algjörlega í ofninum og bindast vel. Kakan bökuð um 40 mínútur. Gott er að taka kökuna fljótlega úr forminu. (Ekki gefast upp þó að kakan virðist klessast við botninn -- þarf bara smá lagni og þolinmæði) Það þarf að geyma kökuna í kæli lágmark nokkrar klukkustundir og helst sólarhring áður en hún er borin fram en þegar hún er tekin fram þá á að drussa vel af flórsykri yfir hana. Þessi kaka geymist í álpappír eða í loftþéttu boxi í kæliskáp í mánuð og má geyma í frysti í þrjá mánuði. Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Kakan er þétt og algert sælgæti fyrir þá sem kunna að meta hnetur á annað borð. Panforte di Siena Ítölsk jólakaka frá Siena Aðferð: 200 g möndlur (hýðislausar) - gróft saxaðar 100 g macademiahnetur - gróft saxaðar 100 g valhnetur - gróft saxaðar 100 g pecanhnetur - gróft saxaðar 300 g sykraður appelsínu- og sítrónubörkur 50 g þurrkaðar gráfíkjur 200 g sykur 100 g hunang (t.d. Acacia) 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. koríander 1/2 tsk. múskat 1/2 tsk. engifer 2 msk. hveiti Flórsykur Ofninn er hitaður í 160 °C. Hnetur, möndlur og gráfíkjur eru saxaðar gróft. Allt sett í skál ásamt appelsínu- og sítrónuberki, kryddi og hveiti og blandað saman. Sykur og hunang er brætt saman í vatnsbaði á meðalhita og hrært í allan tímann meðan sykurinn bráðnar. Sykur- og hunangsblöndunni er hellt varlega út í hnetu- og ávaxtablönduna. Þessu öllu blandað vel saman. Form (um 25 cm. í þvermál) smurt vel eða settur bökunarpappír. Blöndunni er þjappað vel í formið. Deigið virðist vera óþétt og hrönglað en það á eftir að þéttast algjörlega í ofninum og bindast vel. Kakan bökuð um 40 mínútur. Gott er að taka kökuna fljótlega úr forminu. (Ekki gefast upp þó að kakan virðist klessast við botninn -- þarf bara smá lagni og þolinmæði) Það þarf að geyma kökuna í kæli lágmark nokkrar klukkustundir og helst sólarhring áður en hún er borin fram en þegar hún er tekin fram þá á að drussa vel af flórsykri yfir hana. Þessi kaka geymist í álpappír eða í loftþéttu boxi í kæliskáp í mánuð og má geyma í frysti í þrjá mánuði.
Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira