Staðir fylgja fólki og fólk stöðum 8. nóvember 2004 00:01 "Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman." Hús og heimili Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
"Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman."
Hús og heimili Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira