Í eilífðarbrasi með bílinn 19. október 2004 00:01 "Bíllinn minn er Honda Civic ´92 og gengur helst aldrei nema hálfan snúning. Þetta er eilífðarbras," segir Ólafur Kristján Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Hoffman. "Valið stóð á milli þess að kaupa fjallahjól eða þennan bíl, sem ég fékk fyrir slikk enda orðinn gamall og lasinn. Ég var búinn að láta hann renna í gang í marga mánuði þegar einhver benti mér á að láta athuga geyminn. Nú er kominn nýr geymir og bíllinn hrekkur alltaf í gang en það er samt endalaust eitthvað að." Ólafur segist ekki eiga sér neinn draumabíl enda hafi hann ekkert vit á bílum. Hins vegar langar hann að eiga þyrlu. "Ég var að vafra á netinu og rakst þar á draumaþyrluna, Bell 407 Corporate með öllum græjum. Það er tækið sem mig vantar. Þá kæmist ég alltaf til Eyja og gæti skroppið á tónleika hvert sem er og hvenær sem er," segir Ólafur. Ólafur er sumsé Eyjastrákur og það eru líka hinir meðlimir hljómsveitarinnar Hoffman. Hann vill samt ekkert vera að undirstrika það. "Við erum allir fluttir upp á land og erum að spila á fullu. Svo er platan okkar Bad Seeds að koma út. Eyjar eru fínn staður bara ekki í þessum bransa. Þetta er svona næs ömmu- og afa-pleis." Bílar Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Bíllinn minn er Honda Civic ´92 og gengur helst aldrei nema hálfan snúning. Þetta er eilífðarbras," segir Ólafur Kristján Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Hoffman. "Valið stóð á milli þess að kaupa fjallahjól eða þennan bíl, sem ég fékk fyrir slikk enda orðinn gamall og lasinn. Ég var búinn að láta hann renna í gang í marga mánuði þegar einhver benti mér á að láta athuga geyminn. Nú er kominn nýr geymir og bíllinn hrekkur alltaf í gang en það er samt endalaust eitthvað að." Ólafur segist ekki eiga sér neinn draumabíl enda hafi hann ekkert vit á bílum. Hins vegar langar hann að eiga þyrlu. "Ég var að vafra á netinu og rakst þar á draumaþyrluna, Bell 407 Corporate með öllum græjum. Það er tækið sem mig vantar. Þá kæmist ég alltaf til Eyja og gæti skroppið á tónleika hvert sem er og hvenær sem er," segir Ólafur. Ólafur er sumsé Eyjastrákur og það eru líka hinir meðlimir hljómsveitarinnar Hoffman. Hann vill samt ekkert vera að undirstrika það. "Við erum allir fluttir upp á land og erum að spila á fullu. Svo er platan okkar Bad Seeds að koma út. Eyjar eru fínn staður bara ekki í þessum bransa. Þetta er svona næs ömmu- og afa-pleis."
Bílar Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira