Brauðgerðarborð frá Frakklandi 29. september 2004 00:01 Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim. Hús og heimili Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim.
Hús og heimili Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira