Alvöru sportbíll 27. ágúst 2004 00:01 Porsche er í hugum margra hinn fullkomni sportbíll. Rennileg og klassísk hönnun og mikill stöðugleiki á vegi er aðalsmerki þessa draumabíls bíladellufólksins. Í dag verður frumsýndur í Perlunni nýr Porche 911 sportbíll. Um er að ræða tvo 911, Carrera og Carrera S og er þetta í fyrsta sinn sem Porsche frumsýnir tvo bíla í einu. Porsche 911 Carrera S er með 6 strokka vél sem er aftur í bílnum. Bíllinn er því með lágan og vel miðjusettan þyngdapunkt. Bíllinn er breiðari, lægri og rúmbetri en fyrri gerð þannig að hsnn liggur enn betur á veginum en áður og er þægilegri um leið. 911 Carrera S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél við 6.600 snúninga á mínútu og hámarks tog 400 Nm við 4.600 snúninga. Uppgefinn hámarkshraði er 293 km á klukkustund en fram hefur komið í erlendum bílablöðum að bíllinn hafi í prófunum farið vel yfir 300 km hraða á þýskum hraðbrautum. Bíllinn er stillanlegur á tvo vegu, fyrir venjulegan akstur og keppnisakstur. Hægt er því að breyta þægilegum borgarbíl í kappakstursbíl með því að þrýsta á einn hnapp. Þá stífnar fjöðrunin, bensíngjöfin styttist, skiptingin breytist, útsláttur vélar breytist og bremsurnar breytast í keppnisútgáfu af ABS. Með því að þrýsta aftur á hnappin breytist hann í borgarbíl á ný. Óhætt er að fullyrða að hinn nýi 911 hafi slegið í gegn. Hann hefur fengið hæstu einkunn í öllum bílablöðum þar sem hann hefur verið prófaður. Sýningin í Perlunni stendur í dag og á morgun, sunnudag. Opið verður milli kl. 12 og 18 báða dagana. Bílar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Sjá meira
Porsche er í hugum margra hinn fullkomni sportbíll. Rennileg og klassísk hönnun og mikill stöðugleiki á vegi er aðalsmerki þessa draumabíls bíladellufólksins. Í dag verður frumsýndur í Perlunni nýr Porche 911 sportbíll. Um er að ræða tvo 911, Carrera og Carrera S og er þetta í fyrsta sinn sem Porsche frumsýnir tvo bíla í einu. Porsche 911 Carrera S er með 6 strokka vél sem er aftur í bílnum. Bíllinn er því með lágan og vel miðjusettan þyngdapunkt. Bíllinn er breiðari, lægri og rúmbetri en fyrri gerð þannig að hsnn liggur enn betur á veginum en áður og er þægilegri um leið. 911 Carrera S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél við 6.600 snúninga á mínútu og hámarks tog 400 Nm við 4.600 snúninga. Uppgefinn hámarkshraði er 293 km á klukkustund en fram hefur komið í erlendum bílablöðum að bíllinn hafi í prófunum farið vel yfir 300 km hraða á þýskum hraðbrautum. Bíllinn er stillanlegur á tvo vegu, fyrir venjulegan akstur og keppnisakstur. Hægt er því að breyta þægilegum borgarbíl í kappakstursbíl með því að þrýsta á einn hnapp. Þá stífnar fjöðrunin, bensíngjöfin styttist, skiptingin breytist, útsláttur vélar breytist og bremsurnar breytast í keppnisútgáfu af ABS. Með því að þrýsta aftur á hnappin breytist hann í borgarbíl á ný. Óhætt er að fullyrða að hinn nýi 911 hafi slegið í gegn. Hann hefur fengið hæstu einkunn í öllum bílablöðum þar sem hann hefur verið prófaður. Sýningin í Perlunni stendur í dag og á morgun, sunnudag. Opið verður milli kl. 12 og 18 báða dagana.
Bílar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Sjá meira