Líður vel í Þingholtunum 13. ágúst 2004 00:01 Uppáhaldshúsið húsið hans Guðjóns Davíðs Karlssonar leiklistarnema, betur þekktur sem Gói, er húsið sem hann býr í á Bergstaðarstrætinu. "Mér finnst húsið mjög notalegt og þar er bara svo gott að vera, úti er góður garður og alltaf sól. Foreldrar mínir búa í þessu húsi og bý ég í kjallaranum og þangað niður kemur alltaf ljómandi góður ilmur úr eldhúsinu. Ég nota þá tækifærið og fer upp að borða til þeirra og það finnst mér alveg yndislegt. Svo er dásamlegt að sitja úti í garðinum og hlusta á fuglasönginn og ég tala nú ekki um eins og veðrið er búið að vera undanfarna daga," segir hann. Gói segist alltaf hafa búið á svæði 101 og líkað það vel. "Það má eiginlega segja að uppáhaldshúsin mín séu öll hérna í kring. Mér finnst Þingholtin frábær staður sem virkilega gott er á búa á. Maður finnur hvorki fyrir flug- né bílaumferð á svæðinu þó maður sé bæði í nálægð við stórar umferðargötur og Reykjavíkurflugvöll. Hér er líka gróðursælt og hefur maður á tilfinningunni að maður búi í útlöndum innan um öll þessi háu tré. Það er auðvitað draumurinn að eignast hús á þessum slóðum en þangað til ég klára skólann er gott að búa hjá mömmu og pabba," segir hann. Þessa dagana standa yfir sýningar á söngleiknum Hárinu en í henni leikur Gói stórt hlutverk. "Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að, það er þvílík stemming á hverri einustu sýningu. Fólk tekur undir og rýkur á fætur í lokin og fagnar þannig að maður er bara djúpt snortinn. Allir virðast skemmta sér mjög vel og þar með er takmarkinu náð. Nú svo er ég nýbyrjaður aftur í skólanum eftir sumarfrí og erum við að æfa fyrir sýningar á leikritinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, sem á að frumsýna í byrjun október, " segir hann. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira
Uppáhaldshúsið húsið hans Guðjóns Davíðs Karlssonar leiklistarnema, betur þekktur sem Gói, er húsið sem hann býr í á Bergstaðarstrætinu. "Mér finnst húsið mjög notalegt og þar er bara svo gott að vera, úti er góður garður og alltaf sól. Foreldrar mínir búa í þessu húsi og bý ég í kjallaranum og þangað niður kemur alltaf ljómandi góður ilmur úr eldhúsinu. Ég nota þá tækifærið og fer upp að borða til þeirra og það finnst mér alveg yndislegt. Svo er dásamlegt að sitja úti í garðinum og hlusta á fuglasönginn og ég tala nú ekki um eins og veðrið er búið að vera undanfarna daga," segir hann. Gói segist alltaf hafa búið á svæði 101 og líkað það vel. "Það má eiginlega segja að uppáhaldshúsin mín séu öll hérna í kring. Mér finnst Þingholtin frábær staður sem virkilega gott er á búa á. Maður finnur hvorki fyrir flug- né bílaumferð á svæðinu þó maður sé bæði í nálægð við stórar umferðargötur og Reykjavíkurflugvöll. Hér er líka gróðursælt og hefur maður á tilfinningunni að maður búi í útlöndum innan um öll þessi háu tré. Það er auðvitað draumurinn að eignast hús á þessum slóðum en þangað til ég klára skólann er gott að búa hjá mömmu og pabba," segir hann. Þessa dagana standa yfir sýningar á söngleiknum Hárinu en í henni leikur Gói stórt hlutverk. "Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að, það er þvílík stemming á hverri einustu sýningu. Fólk tekur undir og rýkur á fætur í lokin og fagnar þannig að maður er bara djúpt snortinn. Allir virðast skemmta sér mjög vel og þar með er takmarkinu náð. Nú svo er ég nýbyrjaður aftur í skólanum eftir sumarfrí og erum við að æfa fyrir sýningar á leikritinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, sem á að frumsýna í byrjun október, " segir hann. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira