Tilbúinn skyndiveggur 1. júlí 2004 00:01 Ungur íslenskur hönnuður að nafni Björg Stefánsdóttir býr og starfar með Nicola Girolami fyrir fyrirtækið Flatlife-Almost Wallpaper við hönnun á veggfóðri, en fyrirtækið er í hans eigu og hefur starfað frá árinu 1999.Nicola stofnaði Flatlife í London árið 1999 eftir að hafa stundað nám í innanhúshönnun við Chelsea, College of Art and Design og mastersnám við Royal College of Art. Nicola tók þátt í sinni fyrstu sýningu, 100% design, í London sama ár, margar sýningar fylgdu í kjölfarið og nú framleiðir Flatlife tvær línur af veggfóðri, annars vegar tilbúnar lausnir fyrir veggklæðningu, "ready made" og hins vegar sérsniðnar. Nýjasta framleiðsla fyrirtækisins í hinni tilbúnu vörulínu er kölluð "Instant Wall features" eða "Tilbúinn skyndiveggur". Eins og myndirnar sýna er uppruni myndefnis þessa veggfóðurs sóttur í allavega hversdagslegar þrívíðar sjónrænar upplifanir úr heimilislífi fólks, nema að hjá Flatlife er allt flatt og í tvívídd. Svarthvítar myndir af hlutum eða uppstillingum eru stækkaðar upp í raunstærð og þeim varpað með blöndu af stafrænu og handþrykktu silkiprenti á tauefni, plastrenninga, plexígler, gifsplötur, viðarþiljur og fleira.Einstök svæði myndanna eru svo handmáluð eftir á til þess að skerpa á andstæðum eða á vægi smáatriða.Sérsniðnu veggfóðrin eiga sér engin takmörk og hafa verið mjög vinsæl sökum persónulegra áhrifa sem kúnninn getur skapað. Möguleikarnir í samstarfi við viðskiptavinina eru endalausir og útkoman úr slíku samstarfi hefur tekist afar vel, en meðal viðskiptavina Flatlife í London eru stór nöfn eins og Harvey Nichols, Mint og Sotheby’s.Björg og Nicola búa nú á Ítalíu eftir nokkur ár í London og eiga ársgamlan son, Rocco.Þau sýndu veggfóðrin sín nýverið á Salone Satellite í Mílanó þar sem þau hlutu góðar viðtökur, sérstaklega frá London og París.Ljóst er að hefðbundin skilgreining á veggfóðri nær tæpast yfir nýstarlegar vegglausnir Flatlife fyrirtækisins en á vefsíðu þeirra kemur fram að þær séu ætlaðar til notkunar við ýmsar aðstæður á heimilum eða á vinnustöðum. Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Ungur íslenskur hönnuður að nafni Björg Stefánsdóttir býr og starfar með Nicola Girolami fyrir fyrirtækið Flatlife-Almost Wallpaper við hönnun á veggfóðri, en fyrirtækið er í hans eigu og hefur starfað frá árinu 1999.Nicola stofnaði Flatlife í London árið 1999 eftir að hafa stundað nám í innanhúshönnun við Chelsea, College of Art and Design og mastersnám við Royal College of Art. Nicola tók þátt í sinni fyrstu sýningu, 100% design, í London sama ár, margar sýningar fylgdu í kjölfarið og nú framleiðir Flatlife tvær línur af veggfóðri, annars vegar tilbúnar lausnir fyrir veggklæðningu, "ready made" og hins vegar sérsniðnar. Nýjasta framleiðsla fyrirtækisins í hinni tilbúnu vörulínu er kölluð "Instant Wall features" eða "Tilbúinn skyndiveggur". Eins og myndirnar sýna er uppruni myndefnis þessa veggfóðurs sóttur í allavega hversdagslegar þrívíðar sjónrænar upplifanir úr heimilislífi fólks, nema að hjá Flatlife er allt flatt og í tvívídd. Svarthvítar myndir af hlutum eða uppstillingum eru stækkaðar upp í raunstærð og þeim varpað með blöndu af stafrænu og handþrykktu silkiprenti á tauefni, plastrenninga, plexígler, gifsplötur, viðarþiljur og fleira.Einstök svæði myndanna eru svo handmáluð eftir á til þess að skerpa á andstæðum eða á vægi smáatriða.Sérsniðnu veggfóðrin eiga sér engin takmörk og hafa verið mjög vinsæl sökum persónulegra áhrifa sem kúnninn getur skapað. Möguleikarnir í samstarfi við viðskiptavinina eru endalausir og útkoman úr slíku samstarfi hefur tekist afar vel, en meðal viðskiptavina Flatlife í London eru stór nöfn eins og Harvey Nichols, Mint og Sotheby’s.Björg og Nicola búa nú á Ítalíu eftir nokkur ár í London og eiga ársgamlan son, Rocco.Þau sýndu veggfóðrin sín nýverið á Salone Satellite í Mílanó þar sem þau hlutu góðar viðtökur, sérstaklega frá London og París.Ljóst er að hefðbundin skilgreining á veggfóðri nær tæpast yfir nýstarlegar vegglausnir Flatlife fyrirtækisins en á vefsíðu þeirra kemur fram að þær séu ætlaðar til notkunar við ýmsar aðstæður á heimilum eða á vinnustöðum.
Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira