Draumahelgin 18. júní 2004 00:01 Viktor Arnar Ingólfsson, rithöfundur og tæknifræðingur, myndi eyða draumahelginni fyrir vestan. "Ég myndi byrja ferðalagið á að aka vestur á Snæfellsnes síðdegis á föstudegi. Ég á rætur að rekja vestur á land en hef ekki verið nógu mikið þar og myndi því grípa tækifærið. Konan og dæturnar kæmu að sjálfsögðu með og við myndum gista á Hótel Búðum. Ég hef ekki ennþá fengið tækifæri til að heimsækja Búðir eftir að nýja hótelið hóf rekstur en ég hef heyrt látið vel af því. Þessu fylgir auðvitað göngutúr í nágrenninu og góður kvöldverður. Á laugardeginum vil ég fara í Stykkishólm og fara í fuglaskoðunarferð með Sæferðum. Ferðirnar taka tvær og hálfa klukkustund og það er svo margt að sjá. Ungarnir eru komnir úr eggjunum og allt iðandi af fugli. Eyjarnar sjálfar eru líka heillandi og þar má sjá margar óvenjulegar jarðfræðimyndanir. Ef þannig stendur á sjávarföllum má sjá að straumarnir milli eyjanna á sundunum eru alveg stórmerkilegir. Skipverjar eru líka vanir að veiða dálítið af skelfiski og bjóða farþegum hann beint úr skelinni. Nóttinni vil ég eyða á Hótel Stykkishólmi og fara síðan snemma á sunnudeginum með Baldri út í Flatey. Þar verður kannski hægt að semja við Hafstein bónda um siglingu um Vestureyjar en þangað hef ég ekki komið frá því ég var níu ára gamall. Ferðin endar seint um kvöld í Stykkishólmi og því ekki um annað að ræða en að gista þar aftur." En hvernig er helgin í raunveruleikanum? "Ég hugsa að ég eyði helginni bara heima í rólegheitum við skriftir en ég er að vinna að nýrri glæpasögu. Þó er aldrei að vita nema fótboltinn freisti mín," segir Viktor að lokum. Hús og heimili Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Viktor Arnar Ingólfsson, rithöfundur og tæknifræðingur, myndi eyða draumahelginni fyrir vestan. "Ég myndi byrja ferðalagið á að aka vestur á Snæfellsnes síðdegis á föstudegi. Ég á rætur að rekja vestur á land en hef ekki verið nógu mikið þar og myndi því grípa tækifærið. Konan og dæturnar kæmu að sjálfsögðu með og við myndum gista á Hótel Búðum. Ég hef ekki ennþá fengið tækifæri til að heimsækja Búðir eftir að nýja hótelið hóf rekstur en ég hef heyrt látið vel af því. Þessu fylgir auðvitað göngutúr í nágrenninu og góður kvöldverður. Á laugardeginum vil ég fara í Stykkishólm og fara í fuglaskoðunarferð með Sæferðum. Ferðirnar taka tvær og hálfa klukkustund og það er svo margt að sjá. Ungarnir eru komnir úr eggjunum og allt iðandi af fugli. Eyjarnar sjálfar eru líka heillandi og þar má sjá margar óvenjulegar jarðfræðimyndanir. Ef þannig stendur á sjávarföllum má sjá að straumarnir milli eyjanna á sundunum eru alveg stórmerkilegir. Skipverjar eru líka vanir að veiða dálítið af skelfiski og bjóða farþegum hann beint úr skelinni. Nóttinni vil ég eyða á Hótel Stykkishólmi og fara síðan snemma á sunnudeginum með Baldri út í Flatey. Þar verður kannski hægt að semja við Hafstein bónda um siglingu um Vestureyjar en þangað hef ég ekki komið frá því ég var níu ára gamall. Ferðin endar seint um kvöld í Stykkishólmi og því ekki um annað að ræða en að gista þar aftur." En hvernig er helgin í raunveruleikanum? "Ég hugsa að ég eyði helginni bara heima í rólegheitum við skriftir en ég er að vinna að nýrri glæpasögu. Þó er aldrei að vita nema fótboltinn freisti mín," segir Viktor að lokum.
Hús og heimili Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“