Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Nýjasta plata Laufeyjar, A Matter of Time, kom út á föstudag og hefur þegar fengið gríðarlega góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og tónlistarunnendum. Laufey syngur í fyrsta sinn eigið efni á íslensku á plötunni. Tónlist 28.8.2025 09:46
Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum. Tónlist 19.8.2025 15:00
Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. Tónlist 18.8.2025 15:00
Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum. Tónlist 11.7.2025 10:42
„Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Patrik og Luigi eru mættir aftur saman með splunku nýjan sumarsmell sem heitir Gef þér allt en þeir frumsýna tónlistarmyndbandið hér í pistlinum. Tónlist 10.7.2025 11:32
Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld. Tónlist 5.7.2025 14:08
„Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. Tónlist 1.7.2025 20:02
Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Forsala 2.000 miða á KALEO- tónleikana Vor í Vaglaskógi hófst klukkan 12.00 á hádegi í dag og seldust allir miðarnir upp á innan við einni mínútu. Tónlist 1.7.2025 14:26
Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Tónlistarparið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hafa sent frá sér ábreiðu af Ástardúett, ódauðlegu lagi Stuðmanna, í nýrri og poppaðri útgáfu. Tónlist 23.6.2025 16:19
Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Í sumar halda þau í tónleikaferðalag um allt land vopnuð aðeins tveimur gíturum. Tónlist 22.6.2025 10:02
Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út lagið LYFTESSU í dag í samstarfi við rapparann Saint Pete. Ágúst Karel og Jóhann Ágúst eru taktsmiðirnir. Tónlist 20.6.2025 13:25
Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Ástralski tónlistamaðurinn Nick Cave hefur upplýst að hann hafi hafnað því að vinna með breska söngvaranum Morrissey að lagi sem Cave lýsir sem „langloku“ gegn „vók“. Lag Morrissey hafi verið óþarflega ögrandi og „svolítið kjánalegt“. Tónlist 18.6.2025 10:39
Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Lóu, tónlistar- og matarhátíð sem átti að fara fram í Laugardal um helgina, hefur verið aflýst. Tónlist 17.6.2025 07:17
Eltir draumana og þarf að færa fórnir „Lagið var samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson sem var að senda frá sér lagið Á leiðinni. Tónlist 11.6.2025 20:00
Brian Wilson látinn Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri. Tónlist 11.6.2025 17:04
„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ „Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride. Tónlist 11.6.2025 11:02
Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma „Það er óhætt að segja að Ómar hafi verið og sé enn eitt af mínum átrúnaðargoðum,“ segir tónlistarmaðurinn Reynir Snær sem notast við listamannsnafnið Creature of Habit. Hann og Ómar Guðjónsson voru að senda frá sér ábreiðu af sögulega laginu Þrek og tár og frumsýna hér tónlistarmyndband. Tónlist 10.6.2025 07:00
Heldur sér við efnið og burt frá efnunum „Ég er rosalega ánægð að vera komin á þann stað að geta staðið í fæturna og horfst í augu við sjálfa mig. Það er ótrúlega leiðinlegt að vera með drauma en þú getur engan veginn tekið eitt skref í áttina að þeim,“ segir tónlistarkonan Andrea Rán Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Alvia Islandia. Hún er farin á fullt í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru og ræddi við blaðamann um lífið, listina, edrúmennskuna og fallega framtíð. Tónlist 6.6.2025 09:02
Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac Tónlistarmaðurinn Finneas, sem er hvað þekktastur fyrir að vera samstarfsmaður og bróðir súperstjörnunnar Billie Eilish, var að stofna hljómsveitina The Favor. Með honum í sveitinni er söngkonan Ashe og þykir tvíeykið minna gríðarlega á goðsagnakenndu hljómsveitina Fleetwood Mac. Tónlist 4.6.2025 16:03
„Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Tónlistartvíeykið ClubDub er komið á endastöð, eftir sjö ára farsælt samstarf. Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson náðu miklum vinsældum, bæði fyrir og eftir stofnun ClubDub. Brynjar segist enn vera vinur Arons, sem hafi talið að þeir ættu ekki að tjá sig um viðkvæm samfélagsmál. Brynjar hefur að undanförnu látið til sín taka í umræðu um útlendingamál. Tónlist 4.6.2025 12:39
Heitustu rapparar landsins í eina sæng Tónlistarmaðurinn Birnir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og á að baki sér marga smelli. Birnir, sem er 29 ára gamall, gaf á dögunum út plötuna Dyrnar og hafa mörg lög hennar skotist upp á vinsældarlista landsins. Þar sameinar hann meðal annars krafta sína við rapparann Aron Can og voru þeir að gefa út tónlistarmyndband. Tónlist 2.6.2025 14:01
Sigur Rós í Handmaids Tale Sjónvarpsserían The Handmaids Tale hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og segir vægast sagt óhugnanlega sögu um dystópískan heim Gilead. Framleiðendur þáttanna virðast mjög hrifnir af íslenskri tónlist en hljómsveitin Sigur Rós á lag í nýjustu og jafnframt síðustu þáttaröðinni. Tónlist 26.5.2025 15:01
Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag. Tónlist 21.5.2025 14:30
Nauðsynlegt að gera upp fortíðina „Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina. Tónlist 21.5.2025 07:02