Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Erlent 4.8.2025 22:25 Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. Erlent 4.8.2025 13:57 Annar leikarinn sem styttir sér aldur eftir ölvunarakstur Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Erlent 4.8.2025 11:45 Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. Erlent 4.8.2025 10:08 Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Erlent 4.8.2025 09:43 Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. Erlent 4.8.2025 09:07 Tugir drukknuðu og margra enn saknað 68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað. Erlent 4.8.2025 08:06 Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3.8.2025 23:30 Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Hamasliðar segja að þeir séu tilbúnir að vinna með Rauða krossinum til að flytja hjálpargögn til gíslanna sem þeir hafa í haldi sínu á Gasa að því gefnu að Ísraelsmenn uppfylli nokkur skilyrði. Erlent 3.8.2025 22:46 Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Áhorfandi á Oasis-tónleikum lést þegar hann féll úr talsverðri hæð á á Wembley-vellinum í Lundúnum í gær. Erlent 3.8.2025 22:03 Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Eldfjallið Krasheninnikov á Kamtjakkaskaga í Rússlandi byrjaði að gjósa í morgun, í fyrsta sinn um sex hundruð ár. Er það eftir gífurlega kröftugan jarðskjálfta fyrr í vikunni og fleiri eftirskjálfta. Erlent 3.8.2025 14:42 Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17 Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Erlent 3.8.2025 11:22 Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Erlent 3.8.2025 09:58 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Erlent 3.8.2025 08:37 Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. Erlent 2.8.2025 23:38 Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa „Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa. Erlent 2.8.2025 21:57 Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Erlent 2.8.2025 14:55 „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí. Erlent 2.8.2025 12:45 Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Erlent 2.8.2025 11:28 Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Utanríkisráðherra Dana segir að það breytti engu á jörðu niðri þó dönsk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Erlent 1.8.2025 23:31 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Erlent 1.8.2025 18:26 „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Erlent 1.8.2025 15:03 „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. Erlent 1.8.2025 14:27 Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Arabaríkin hafa í fyrsta sinn sameinast um ákall til Hamas um að leggja niður vopn, láta alfarið af völdum á Gasa og sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Erlent 1.8.2025 10:05 Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Erlent 1.8.2025 10:00 Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Stjórnvöld í Frakklandi segjast fylgjast náið með þróun mála varðandi birgðir af getnaðarvörnum sem eru sagðar á leið til landsins til brennslu. Erlent 1.8.2025 08:25 Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. Erlent 1.8.2025 06:48 Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. Erlent 1.8.2025 06:09 Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Starfsmenn Boeing og SpaceX munu í næsta mánuði skjóta leynilegu geimfari herafla Bandaríkjanna á braut um jörðu í áttunda sinn. Geimfarið, sem kallast X-37B hefur þegar varið rúmlega 4.200 dögum á sporbraut frá árinu 2010. Erlent 31.7.2025 16:51 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 334 ›
Bolsonaro í stofufangelsi Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Erlent 4.8.2025 22:25
Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. Erlent 4.8.2025 13:57
Annar leikarinn sem styttir sér aldur eftir ölvunarakstur Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Erlent 4.8.2025 11:45
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. Erlent 4.8.2025 10:08
Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Erlent 4.8.2025 09:43
Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. Erlent 4.8.2025 09:07
Tugir drukknuðu og margra enn saknað 68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað. Erlent 4.8.2025 08:06
Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3.8.2025 23:30
Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Hamasliðar segja að þeir séu tilbúnir að vinna með Rauða krossinum til að flytja hjálpargögn til gíslanna sem þeir hafa í haldi sínu á Gasa að því gefnu að Ísraelsmenn uppfylli nokkur skilyrði. Erlent 3.8.2025 22:46
Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Áhorfandi á Oasis-tónleikum lést þegar hann féll úr talsverðri hæð á á Wembley-vellinum í Lundúnum í gær. Erlent 3.8.2025 22:03
Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Eldfjallið Krasheninnikov á Kamtjakkaskaga í Rússlandi byrjaði að gjósa í morgun, í fyrsta sinn um sex hundruð ár. Er það eftir gífurlega kröftugan jarðskjálfta fyrr í vikunni og fleiri eftirskjálfta. Erlent 3.8.2025 14:42
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17
Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Erlent 3.8.2025 11:22
Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Erlent 3.8.2025 09:58
Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Erlent 3.8.2025 08:37
Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. Erlent 2.8.2025 23:38
Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa „Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa. Erlent 2.8.2025 21:57
Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Erlent 2.8.2025 14:55
„Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí. Erlent 2.8.2025 12:45
Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Erlent 2.8.2025 11:28
Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Utanríkisráðherra Dana segir að það breytti engu á jörðu niðri þó dönsk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Erlent 1.8.2025 23:31
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Erlent 1.8.2025 18:26
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Erlent 1.8.2025 15:03
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. Erlent 1.8.2025 14:27
Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Arabaríkin hafa í fyrsta sinn sameinast um ákall til Hamas um að leggja niður vopn, láta alfarið af völdum á Gasa og sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Erlent 1.8.2025 10:05
Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Erlent 1.8.2025 10:00
Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Stjórnvöld í Frakklandi segjast fylgjast náið með þróun mála varðandi birgðir af getnaðarvörnum sem eru sagðar á leið til landsins til brennslu. Erlent 1.8.2025 08:25
Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. Erlent 1.8.2025 06:48
Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. Erlent 1.8.2025 06:09
Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Starfsmenn Boeing og SpaceX munu í næsta mánuði skjóta leynilegu geimfari herafla Bandaríkjanna á braut um jörðu í áttunda sinn. Geimfarið, sem kallast X-37B hefur þegar varið rúmlega 4.200 dögum á sporbraut frá árinu 2010. Erlent 31.7.2025 16:51