Ólafía lék á pari á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2017 16:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á vellinum í dag. Vísir/Þorsteinn Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir byrjaði ágætlega á Evian-mótinu í Frakklandi, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hún lék á pari í dag og var í 38. sæti þegar hún kom í hús. Fresta varð leik í gær vegna veðurs og hófst mótið því ekki fyrr en í dag. Mótinu lýkur engu að síður á sunnudag og verður því aðeins þrír hringir leiknir á mótinu. Niðurskurðurinn fer fram að loknum öðrum keppnisdegi og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram á síðasta keppnisdag. Ólafía stendur því vel að vígi sem stendur. Hún spilaði vel í dag en mestu munaði um að hún fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. holu en Ólafía hóf í dag keppni á þeirri tíundu. Ólafía sló sérstaklega vel af teig og hitti flestar brautir. Hún náði þó ekki öðrum fugli fyrr en á síðustu holu sinni í dag en fékk þess fyrir utan fjóra skolla. Hún hefur leik klukkan 06.39 í fyrramálið á íslenskum tíma en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 09.00. Fylgst var með gengi Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir byrjaði ágætlega á Evian-mótinu í Frakklandi, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Hún lék á pari í dag og var í 38. sæti þegar hún kom í hús. Fresta varð leik í gær vegna veðurs og hófst mótið því ekki fyrr en í dag. Mótinu lýkur engu að síður á sunnudag og verður því aðeins þrír hringir leiknir á mótinu. Niðurskurðurinn fer fram að loknum öðrum keppnisdegi og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram á síðasta keppnisdag. Ólafía stendur því vel að vígi sem stendur. Hún spilaði vel í dag en mestu munaði um að hún fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. holu en Ólafía hóf í dag keppni á þeirri tíundu. Ólafía sló sérstaklega vel af teig og hitti flestar brautir. Hún náði þó ekki öðrum fugli fyrr en á síðustu holu sinni í dag en fékk þess fyrir utan fjóra skolla. Hún hefur leik klukkan 06.39 í fyrramálið á íslenskum tíma en bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 09.00. Fylgst var með gengi Ólafíu í beinni textalýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira