Logi: Rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2017 22:17 Logi var ósáttur með Ívar Örn dómara eftir leik. vísir/stefán Logi Ólafsson þjálfari Víkinga var ósáttur með Ívar Orra Kristjánsson dómara í lok leiks sinna manna gegn Val í kvöld. Valsmenn unnu 1-0 sigur og eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar. „Ég held að það sé alveg klárt. Þetta er rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu. Það hefði verið annað gula og þá er maðurinn útaf. Það breytir auðvitað öllu í leikjum, þegar svona mikið er eftir að vera einum fleiri,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn á Víkingsvelli í kvöld. Atvikið sem hann á við var á 62.mínútu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Vals virtist brjóta á Milos Ozegovic og hefði þá líklega átt að fá sitt annað gula spjald. Fyrri hálfleikur var fremur daufur og liðin gáfu fá færi á sér. Sá síðari var öllu fjörugri en varnir liðanna stóðu vel og stundum á kostnað sóknarleiksins. „Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið tilþrifalítið. Mér fannst þetta ágætis leikur og við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Mér fannst leikurinn kaflaskiptur, þeir pressuðu mikið og við líka og þegar öllu er á botninn hvolft held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða.“ Mark Vals kom á 76.mínútu eftir mistök hjá Ívari Erni Jónssyni. Andri Adolphsson var nýkominn inn sem varamaður hjá Val og fór illa með Ívar áður en hann lagði boltann á Nicolas Böglid sem skoraði. „Við gerum mistök í markinu og gefum frá okkur boltann illa. Það getum við ekki leyft okkur á móti þeim,“ bætti Logi við. Þetta var fyrsti tapleikur Víkinga í deildinni undir stjórn Loga en liðið hafði leikið sex leiki í Pepsi-deildinni án þess að tapa. „Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og erum ekki að velta neinu öðru fyrir okkur,“ sagði Logi hinn rólegasti. Félagaskiptaglugginn opnaði á ný þann 15.júlí og hefur Óttar Magnús Karlsson, fyrrum leikmaður Víkinga, verið orðaður við endurkomu til liðsins. Logi sagði ekkert í gangi í þeim málum. „Það er ekkert ljóst hvað verður í leikmannamálum. Glugginn verður galopinn og við fylgjumst með hvað gerist þar,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkings að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Logi Ólafsson þjálfari Víkinga var ósáttur með Ívar Orra Kristjánsson dómara í lok leiks sinna manna gegn Val í kvöld. Valsmenn unnu 1-0 sigur og eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar. „Ég held að það sé alveg klárt. Þetta er rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu. Það hefði verið annað gula og þá er maðurinn útaf. Það breytir auðvitað öllu í leikjum, þegar svona mikið er eftir að vera einum fleiri,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn á Víkingsvelli í kvöld. Atvikið sem hann á við var á 62.mínútu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Vals virtist brjóta á Milos Ozegovic og hefði þá líklega átt að fá sitt annað gula spjald. Fyrri hálfleikur var fremur daufur og liðin gáfu fá færi á sér. Sá síðari var öllu fjörugri en varnir liðanna stóðu vel og stundum á kostnað sóknarleiksins. „Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið tilþrifalítið. Mér fannst þetta ágætis leikur og við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Mér fannst leikurinn kaflaskiptur, þeir pressuðu mikið og við líka og þegar öllu er á botninn hvolft held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða.“ Mark Vals kom á 76.mínútu eftir mistök hjá Ívari Erni Jónssyni. Andri Adolphsson var nýkominn inn sem varamaður hjá Val og fór illa með Ívar áður en hann lagði boltann á Nicolas Böglid sem skoraði. „Við gerum mistök í markinu og gefum frá okkur boltann illa. Það getum við ekki leyft okkur á móti þeim,“ bætti Logi við. Þetta var fyrsti tapleikur Víkinga í deildinni undir stjórn Loga en liðið hafði leikið sex leiki í Pepsi-deildinni án þess að tapa. „Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og erum ekki að velta neinu öðru fyrir okkur,“ sagði Logi hinn rólegasti. Félagaskiptaglugginn opnaði á ný þann 15.júlí og hefur Óttar Magnús Karlsson, fyrrum leikmaður Víkinga, verið orðaður við endurkomu til liðsins. Logi sagði ekkert í gangi í þeim málum. „Það er ekkert ljóst hvað verður í leikmannamálum. Glugginn verður galopinn og við fylgjumst með hvað gerist þar,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkings að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00