Sjáðu greiningu Pepsi-markanna á leikmannamálum KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 18:15 KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44
Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36