Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 19:30 Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/afp Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira