Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2015 12:45 Mjög hratt seldist upp á tónleika Justin Bieber. Vísir/Getty Mikil óánægja ríkir meðal þeirra sem ekki náðu í miða á tónleika Justin Bieber og virðist reiðin helst beinast að því fyrirkomulagi sem var á miðasölunni. Í skilaboðum frá Tix.is sem birtast á Facebook-síðu þeirra og má sjá hér fyrir neðan segir að ekki hafi væri hægt að tryggja að þeir sem fengið hefðu lægra númer í röðinni gætu keypt miða á tónleikana á undan þeim sem fengu hærri númer vegna þess hversu hratt var hleypt inn.Sjá einnig: Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftímaMiðasalan hófst klukkan 10 í morgun á miðasöluvef Tix.is. Líkt og Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, hefur staðfest við Vísi voru tæplega 10.000 miðar til sölu í dag. Fyrirkomulagið var þannig að fólk fór í röð eftir miðum og þegar röðin var komin að þér var hægt að kaupa allt að fjóra miða. Líkt og komið hefur fram var eftirspurnin mikil en líkt og sjá má hér til hliðar voru um 11.000 aðilar í röðinni þegar mest lét. SkjáskotSjá einnig: Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með BieberÍ athugasemdum við frétt Vísis um að uppselt hafi verið á tónleikana og á Facebook-síðu Tix.is sést að margir eru reiðir og kvarta yfir því að hafa ekki fengið miða, þrátt fyrir að hafa verið framarlega í röðinni. Einn segir: „Vorum númer 466 en fengum engan miða þetta er ekki í lagi komst inn kl 10,32 en eingir miðar til,“ og annar segir: „Var númer 575 en fékk enga miða. Ekki reyna að segja að það hafi veri 10000 miðar til sölu eftir forsöluna ! Bull.is.“Svo virðist því sem að fólk sem var staðsett mjög framarlega í röðinni, jafnvel svo framarlega sem númer 400 í röðinni hafi ekki fengið miða.Sjá einnig: Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunniSpyrja því margir hvernig það geti staðist að fólk svo framarlega hafi ekki getað nælt sér í miða miðað við að um tæplega tíu þúsund miðar voru í boði og hver og einn mátti aðeins kaupa fjóra miða. Tix.is hefur gefið út útskýringu á Facebook síðu sinni sem er svohljóðandi: Mun meiri eftirspurn var eftir miðum en miðar í boði, þar af leiðandi fengu ekki allir miða sem reyndu að kaupa. Þegar...Posted by tix.is on Saturday, 19 December 2015Starfsmenn Tix.is töldu sig ekki geta svarað fyrirspurnum Vísis við vinnslu fréttarinnar. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Mikil óánægja ríkir meðal þeirra sem ekki náðu í miða á tónleika Justin Bieber og virðist reiðin helst beinast að því fyrirkomulagi sem var á miðasölunni. Í skilaboðum frá Tix.is sem birtast á Facebook-síðu þeirra og má sjá hér fyrir neðan segir að ekki hafi væri hægt að tryggja að þeir sem fengið hefðu lægra númer í röðinni gætu keypt miða á tónleikana á undan þeim sem fengu hærri númer vegna þess hversu hratt var hleypt inn.Sjá einnig: Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftímaMiðasalan hófst klukkan 10 í morgun á miðasöluvef Tix.is. Líkt og Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, hefur staðfest við Vísi voru tæplega 10.000 miðar til sölu í dag. Fyrirkomulagið var þannig að fólk fór í röð eftir miðum og þegar röðin var komin að þér var hægt að kaupa allt að fjóra miða. Líkt og komið hefur fram var eftirspurnin mikil en líkt og sjá má hér til hliðar voru um 11.000 aðilar í röðinni þegar mest lét. SkjáskotSjá einnig: Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með BieberÍ athugasemdum við frétt Vísis um að uppselt hafi verið á tónleikana og á Facebook-síðu Tix.is sést að margir eru reiðir og kvarta yfir því að hafa ekki fengið miða, þrátt fyrir að hafa verið framarlega í röðinni. Einn segir: „Vorum númer 466 en fengum engan miða þetta er ekki í lagi komst inn kl 10,32 en eingir miðar til,“ og annar segir: „Var númer 575 en fékk enga miða. Ekki reyna að segja að það hafi veri 10000 miðar til sölu eftir forsöluna ! Bull.is.“Svo virðist því sem að fólk sem var staðsett mjög framarlega í röðinni, jafnvel svo framarlega sem númer 400 í röðinni hafi ekki fengið miða.Sjá einnig: Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunniSpyrja því margir hvernig það geti staðist að fólk svo framarlega hafi ekki getað nælt sér í miða miðað við að um tæplega tíu þúsund miðar voru í boði og hver og einn mátti aðeins kaupa fjóra miða. Tix.is hefur gefið út útskýringu á Facebook síðu sinni sem er svohljóðandi: Mun meiri eftirspurn var eftir miðum en miðar í boði, þar af leiðandi fengu ekki allir miða sem reyndu að kaupa. Þegar...Posted by tix.is on Saturday, 19 December 2015Starfsmenn Tix.is töldu sig ekki geta svarað fyrirspurnum Vísis við vinnslu fréttarinnar.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48
Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22
Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28