Slökkvilið kallað út vegna elds í Sorpu

Slökkviliðið var kallað út um klukkan tvö í dag eftir að eldur kom upp í pressugámi á endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust á Granda. Endurvinnslustöðinni var lokað á meðan slökkviliðið var að störfum og þurftu því ýmsir frá að hverfa sem höfðu ætlað að losa sig við úrgang. Slökkvistarf tók um klukkustund og gekk vel að sögn varðstjóra.

0
01:25

Vinsælt í flokknum Fréttir